Sunday, July 30, 2006

Falleg frændsystkini

Lilja Rós og frændi hennar, hann Árni Jökull, eru hér saman að róla á ættarmóti sem haldið var á Jökuldal fyrir stuttu síðan. Þau ná svo vel saman í þessari Egilsstaðaheimókn okkar að það er alveg frábært. Nú er ég búin að gista hjá Álfheiði systur í tvær nætur og þau eru svo góð saman.
Enda með eindæmum vel upp alin börn ;)
Kveð í bili, læt kannski heyra frá mér áður en ég fer aftur suður.

Tuesday, July 25, 2006

Sólbrennd og sæl

Eins og sést á titlinum þá er ég orðin örlítið sólbrennd, enda veðrið búið að vera fínt síðan ég kom fyrir utan fyrsta daginn og þá kvartaði ég hástöfum. Enda þýðir ekkert annað.
En af okkur er allt gott að frétta, ættarmótið var bara gaman. Svo erum við börnin bara búin að hafa það gott hér á Stekkjartröðinni góðu. Lilja Rós og Árni Jökull frændi hennar skelltu sér í heita pottinn hér úti í morgun og voru þar í yfir klukkutíma að ég held.
Bara snilld.
Svo er bara meiri afslöppun næstu daga, Tommi flýgur svo til okkar næsta þriðjudag og aldrei að vita nema við skellum okkur í eina stutta útilegu þá.

Jæja einhver bankar, best að fara til dyra.

Tuesday, July 18, 2006

Austur á morgun

Jæja, þá er komið að austurför. Leggjum að stað þegar börnin vakna í fyrramálið, leyfum þeim kannski að borða fyrst og fara í föt. Í fyrsta skipti í langan tíma þá vona ég að þau vakni um sjö ;)
Ætlum að keyra á Egilsstaði í einum rykk en stoppa að sjálfsögðu á Höfn og kíkja á einhverja vandamenn.
Veit ekki hvort ég blogga nokkuð á meðan ég er í sælunni, kemur í ljós.

Með þessum orðum kveð ég í bili og vona að sólin skíni nú á EGS næstu þrjár vikur. Gæti ekki verið meira sama hvernig veðrið í RVK verður, búin að fá nóg af því í bili. Hehehehe.

Thursday, July 13, 2006

Útsala, útsala

Jæja, ég komst heldur betur að því í dag að ég á EKKI að fara á útsölur í barnadeildinni í Next í Kringlunni. Fyrr má nú vera græðgin í barnaföt. Jú drenginn vantaði kannski 2-3 peysur en ég get sagt ykkur að ég fór út með miklu, miklu meira. Og kassakvittunin sem þessu fylgdi var bara nokkuð löng með fimm tölustafa upphæð í lokin. Haldið að maður sé ruglaður. En svona er þetta bara, og auðvitað bætti ég einni tösku við í safnið. Maður verður nú líka að kaupa eitthvað handa sjálfum sér.

Tuesday, July 11, 2006

Loksins eitthvað að gera.............

Hæ öllsömul!!
Það er aldeilis búið að vera gaman hjá mér síðustu daga. Fórum í Húsdýragarð og góða heimsókn á sunnudaginn, Töfragarðinn á Stokkseyri með Elfu systur og co í gær og svo fór í Kringluna í dag barnlaus (sem er alltaf gaman), og var svo með góða gesti meiripartinn af deginum.
Mikið voðalega finnst mér gaman að hafa nóg að gera. Búin að fá nóg af þessu aðgerðaleysi síðustu mánuði. Svo er bara næst að þrífa eldhúsinnréttinguna og skipuleggja þar upp á nýtt því meðan ég er fyrir austan með börnin þá ætlar Tommi ásamt bróður sínum að koma uppþvottavélinni okkar fyrir.
Ég á nefnilega uppþvottavél, hún stóð inní stofu fyrstu 5 mánuði ársins og unir sér nú vel í tölvuherberginu. Svona finnst mér gaman að vaska upp

Svo má ég nú ekki gleyma aðalatriðinu, við keyptum okkur tjaldvagn í gær, hann er 26 ára gamall (ég er ekki að grínast gott fólk), og kostaði okkur 40.000 íslenskar krónur. Geri aðrir betur.
Þetta er gamli tjaldvagninn þeirra mömmu og pabba. Elfa og Jói hafa átt hann undanfarin 2 sumur en keyptu sér "nýjan" í fyrradag og seldu okkur þennan.
Gaman að sjá hver í fjölskyldunni kaupir hann á eftir mér ;)

Jæja, nóg í bili. Veðurspáin fyrir morgundaginn er ágæt og ég vona að okkur takist að gera eitthvað skemmtilegt á morgun.

Saturday, July 08, 2006

Jæja er ekki komin tími á að skrifa eitthvað hér inn.

Nú fer að styttast í Egilsstaðaferð hjá okkur, við stefnum á að leggja af stað ekki seinna en 19.júlí, því það er ættarmót í Jökuldal 21.júlí og þar verður maður að vera.

Tommi og Lilja Rós eru bæði komin í frí, Lilja Rós í fjórar vikur en Tommi bara í eina, en við hljótum að geta gert eitthvað skemmtilegt saman þó það sé stuttur tími. Tommi byrjaði fríið sitt á því að fara í Rafting með nokkrum vinum sínum í dag og það endaði í grilli og einhverju að drekka og hann er ekki komin heim ennþá og ég býst ekki við honum alveg á næstunni.
Ég fór í dag með börnin ásamt Gunnu svilkonu og hennar börnum og systur hennar á Akranes á Írska daga. Þar var ansi kalt og nokkur vindur en það kom ekki að sök. Sum börn fengu andlitsmálningu, önnur pylsu og öll fengu þau candyfloss (nema Jóhann reyndar) og þau voru ánægð. Er það ekki það sem málið snýst um?
Svo fórum við í bílskúrinn hjá mömmu vinkonu minnar sem er að selja glerlistavörur sem hún gerir sjálf. Ég mæli með því að allir fari þangað því þetta var mjög fallegt hjá henni og á frábæru verði og við þrjár gengum allar út hlaðnar glervörum.

Annars er það að frétta af mér að ég er búin að borga skólagjöldin í HÍ fyrir skólaárið 2006-2007, þið verðið bara að þola það að ég ÞARF að tala um þessa skólagöngu mína í nánast hverri færslu, ég er bara svo spennt að byrja að það hálfa væri nóg. Er meira að segja búin að skrá mig á þrjú námskeið í ágúst til að vera betur undirbúin að takast á við þetta í september.

En jæja er þetta ekki orðið nóg í bili, vona að þið hafið nennt að lesa þetta allt saman.

Kveð í bili

Tuesday, July 04, 2006


Ég bara varð að setja inn þessa mynd til að sýna drenginn eftir klippingu. Þvílík breyting á einu barni.
Annars er ekkert að frétta af okkur, Álfheiður systir og fjölskylda eru að koma í mat á eftir og svo förum við Álfheiður eftir matinn að hitta tvær eða jafnvel þrjár frænkur okkar. Það verður sjálfsagt mikið hlegið og spjallað.