Tuesday, May 22, 2007

Spenningur

Jæja nú er ég orðin virkilega spennt fyrir Færeyjaferð, og jú auðvitað líka Egilsstaðaferð.
Hlakka mest til að kynnast fólkinu hans Tomma sem ég hef aldrei hitt þó ég hafi nú verið í þessari fjölskyldu í rúmlega 11 ár.
Er búin að komast að því að það búa 81 í þorpinu sem við verðum í, það heitir Húsavík og er víst þorpið sem pabbi Tomma ólst upp í, ekki mamma hans eins og ég sagði um daginn. Eins ætlum við líka að gista 2 nætur í þorpi sem heitir Hvalba og er á annarri eyju en Húsavík en þar býr stjúpbróðir Sylvíu, svo eru það vonandi 4 nætur í "stórborginni" Þórshöfn :)

Ég flýg austur með börnin á fimmtudaginn og býst ekki við að blogga aftur fyrr en við komum heim aftur sem verður í lok júní, en kannski "finn" ég tölvu og skrifa nokkur orð.

Saturday, May 19, 2007

Langaði bara að deila því með ykkur að ég fór út að borða í gærkvöldi á æðislegum stað.
Hann heitir Indian Mango og er á horni Grettisgötu og Frakkastígs, ekki dýr og maturinn frábær, furðulegur á litinn en bragðgóður :)

Hvet alla til að fara þangað og prófa.

Annars er afskaplega róleg helgi framundan, ég er ein heima með grislingana og við reynum að finna okkur eitthvað til dundurs án þess að ganga af göflunum, en allir eru velkomnir í heimsókn, það er kaffi á könnunni og kannski til eitthvað gott með því ;)

Wednesday, May 16, 2007

Allt að skella á

Ég fattaði það í dag mér til mikillar "skelfingar" að ég er að fara austur í næstu vikur og kem ekki aftur heim til mín fyrr en eftir rúmar 4 vikur.
Fékk svona nett áfall þegar ég sá hvað ég á mikið ógert fyrir brottför, fá vegabréf fyrir alla, fara með drenginn í skoðun, fara með liðið og sjálfa mig í klippingu og ég veit ekki hvað og hvað. Greinilega langt síðan ég hef sinnt þessum daglegu móðurstörfum. En þetta hlýtur allt að takast.
En ég er orðin mjög spennt að fara til Færeyja, gaman að sjá loksins hvar tengdaforeldrarnir ólust upp. Við verðum "búsett" í húsi í litlu þorpi sem Sylvía tengdamamma er frá. Ég veit það fyrir víst að þorpið er lítið því að við sendum tvö eða þrjú jólakort þangað ár hvert og á umslagið skrifa ég bara nafn einstaklings, nafn þorpsins og svo Færeyjar. Spurning hvort maður geti verslað í matinn þar.
En þetta verður mikið ævintýri og Lilja Rós hlakkar ekki lítið til að fara í bátinn, hún heldur reyndar að við séum að fara í stóra bátinn til ömmu Sissu en það er bara næsti bær við. Mér fannst líka sniðugt þegar ég sagði henni að við myndum sofa í bátnum að á spurði hún mig hvort við tækjum rúmin með okkur. Ekki furða þó barnið spyrji, hefur aldrei sofið í bát :)

En annað er ekki á dagskránni hér, nema bara að fara að pakka niður..........jú og fara út að borða á föstudaginn, alltaf gaman að því. Ef einhver veit um góðan stað, í ódýrari kantinum þá eru allar hugmyndir vel þegnar.

Saturday, May 12, 2007

KOMIN Í SUMARFRÍ

Já eins og sjá má af fyrirsögninni hér að ofan þá er ég komin í sumarfrí. Ekki leiðist mér það :)
Síðasta prófið var í dag, ég kaus í dag, mamma kemur í heimsókn eftir helgina, ég fer austur með börnin bráðum, förum til Færeyja fljótlega, frumburðurinn verður 4ra ára eftir mánuð og sonurinn er að verða 18 mánaða. Nóg að gerast hjá okkur á næstunni.
Framundan er rólegt kvöld, ég ætla að fylgjast með fyrstu tölum og fara snemma að sofa.

Friday, May 04, 2007

...........

Jæja er ekki komin tími á færslu?
Hef reyndar ekkert að segja svo þetta verður afskaplega lítt áhugavert.
Langar samt að biðja ykkur sem kíkið hér inn um að kvitta, ég hef ekki hugmynd um hvort það séu kannski bara þessir 3-4 sem kvitta reglulega sem koma hér við og þá er eiginlega enginn tilgangur með þessu.

Er ennþá í prófum, ekki búin fyrr en eftir rúmlega viku, bý sem sagt ennþá á hlöðunni.