Sunday, October 28, 2007

Hittingur

Ég fór inn á bloggsíðu hjá frænku minni fyrr í kvöld og rak þar augun í síðu sem var tileinkuð hennar árgangi úr grunnskóla. Í framhaldi af því fór ég að hugsa um hversu lítið ég veit um mína grunnskólafélaga (þ.e. frá Egilsstöðum, ég veit ekkert um þá frá Höfn), og hversu gaman væri að heyra frá þeim. Ég útskrifaðist úr grunnskóla vorið 1989 að mig minnir og við hittumst árið 1994 en svo ekki söguna meir.
Næsta vor eru 20 ár síðan við fermdust (Guð minn góður) og svakalega væri nú gaman að hittast í tilefni af því. Ef svo ólíklega vill nú til að einhver af mínum gömlu bekkjarfélögum lesi þetta blogg endilega látið þá heyra í ykkur. (en þar sem ég hef ekki samband við neinn af mínum <40 bekkjarfélögum nema tvö þá les þetta væntanlega enginn :))
Hvernig í veröldinni nær maður sambandi við fólk sem maður veit ekki hvar er??
Ég er nefnilega alveg að verða harðákveðin í því að þeir einstaklingar sem fermdumst í Egilsstaðakirkju og "Fellakirkju" vorið 1988 EIGI að hittast vorið 2008.

Friday, October 26, 2007

Helgi framundan

Jæja ég er komin í betra skap og hætt að tuða :)
Átti góðan dag í dag, fyrir hádegi fór ég og sinni ýmsum erindum og eftir hádegi var brunað í Toyota í Kópavogi að taka viðtal.
Eftir það fór ég með skólavinkonu í búðarráp og kaffisopa. Alltaf gaman að gera ekki neitt.
Kom heim með jólagjafir, jólapappír, myndaramma og ýmislegt fleira sem "vantaði" hingað heim.

Ætla svo snemma að sofa í kvöld, er endalaust að reyna að stoppa pestina sem er stöðugt að banka á þröskuldinn hjá mér.
Á morgun ætla ég svo að fara með börnin á Akranes, við erum að fara í afmæli hjá vini hennar Lilju Rósar og kíkja á fleiri góða vini. Bara gaman.

Wednesday, October 24, 2007

Pirr, pirr og aftur pirr

Mikið xxxxxxx fer það í taugarnar á mér þegar fólk er sífellt að segja þessa setningu:
"það er svo mikið að gera hjá mér, ég bara hef ekki tíma", (þá er ég að vitna í fólk í ákveðnum skóla í ákveðnu fagi). Ég myndi halda að það væri álíka mikið að gera hjá flestum, allir eru jú með námið á herðunum og ef ekki eru börn til staðar þá er fólk væntanlega með einhver áhugamál sem það sinnir utan skólatíma.
N.B. --> ALLIR ERU UPPTEKNIR EN ÞAÐ ÞURFA BARA EKKI ALLIR AÐ TUÐA UM ÞAÐ Í SÍFELLU

Jæja þá er það komið frá, jú svo eitt enn, af hverju hægir fólk á sér, gefur stefnuljós og beygir á nánast sömu sekúndu, er ekki betra að gefa fyrst stefnuljósið, hægja svo á sér og beygja að lokum??

En bara til að hafa eitthvað jákvætt með svo þið haldið ekki að ég sé að ganga af göflunum, þá er ég að fara með börnin á Akranes á laugardaginn í afmæli hjá vini hennar Lilju Rósar. Hún hlakkar mikið til og telur niður dagana.

Saturday, October 20, 2007

Í fréttum er þetta helst.....

- Börnin mín eru búin að sofa í sínum herbergjum í eina viku og hafa höndlað það bara nokkuð vel.

- Jóhann svaf í 13 tíma "straight" í nótt (og þeir sem til þekkja vita að það er heimsmet og vel það á þessu heimili)

- Tengdamamma á afmæli á morgun og ég óska henni til hamingju með það

- Hárin í eyrunum á okkur detta niður ef það er hávaði (samkvæmt Lilju Rós amk)


Það er greinilega mikil gúrkutíð hjá mér því að ég bara hef ekkert annað.
Skrifa meira þegar ég hef eitthvað að segja ;)

Saturday, October 13, 2007

Laugardagskvöld

Þá er komið enn eitt laugardagskvöldið. Ég er nýtthætt að stúdera lögfræði, en þar las ég um samninga, loforð, ógildingar, formgalla og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Ég er ein heima, (fyrir utan börnin að sjálfsögðu) og hef það bara ósköp notalegt, hlustandi á útvarp og hangi í tölvunni og nýt þess að gera nákvæmlega ekkert af viti.

Á morgun ætlum við Lilja Rós í sunnudagaskóla í Íslensku Kristskirkjunni sem er staðsett í Grafarvoginum. Í fyrra fór ég nefnilega með Lilju Rós nokkrum sinnum í ónefnda kirkju í Reykjavík og mér leist nú ekki á það skal ég segja ykkur. Alltof mikið af fólki (svo kirkjurækið fólk hér í borginni), lélegt skipulag og engin skipti sér af þeim börnum sem hlupu gólandi út um allt, hvorki foreldrar né umsjónarmenn sunnudagaskólans.
Þannig að nú ætla ég að prófa að fara í "litla" kirkju þar sem mér skilst að börnunum sé skipt upp í hópa eftir aldri. Ég kannast nú við þó nokkra í þessari kirkju og þetta er bara fínasta fólk þannig að ég hlakka mikið til.

Og svo ég víki nú að allt öðru, þá fékk ég próftöflu í hendur í vikunni og komst að því að ég er í síðasta prófinu þann 19.desember. Þar sem Herra Thomas er að vinna á jólunum (ég er ekki að grínast), þá er ég alvarlega að hugsa um að fara austur með börnin rétt fyrir jól og dvelja þar í nokkra daga. Ég hef nefnilega engan áhuga á að eyða jólunum alein (fyrir utan börnin) hér í Reykjavíkinni. Hér eru engin matarboð hvorki á jóladag né annan í jólum þannig að bókstaflega þá yrði ég alein þessa daga. Hver nennir því??

En nú er klukkan farin að ganga tólf og þar sem ég þarf mjög líklega að vakna um það bil fimm sinnum ef ekki oftar áður en klukkan slær 7 í fyrramálið þá er best að fara að drífa sig í bælið.

Thursday, October 11, 2007

Skrítinn dagur

Þetta hefur verið afskaplega furðulegur dagur, og ég er ekki ánægð með niðurstöðuna.
Spurning hvert maður getur flutt ;)

Friday, October 05, 2007

Myndir - Enjoy

Hér eru nokkrar myndir frá "Kóngsins Köbenhavn". Merkilegt að ég get ekki verið eðileg á neinni mynd :)




























Tuesday, October 02, 2007

Komin heim og orðin árinu eldri

Jæja þá er maður komin heim aftur. Þetta var fín ferð og mér heyrist að ömmur og afar hafi komist nokkuð vel frá síðustu fimm dögum.
Lilja Rós var hæstánægð að fá okkur heim, og hún sagðist hafa saknað mín mikið, eða þess sem jafngildir 10 puttum upp í loft, og pabba síns saknaði hún líka en ekki eins mikið en hann fékk 5 putta upp í loft.
Ég held að Jóhann hafi ekki fattað að hann hafi ekki séð okkur í næstum fimm daga, og tók bara á móti okkur eins og alla aðra daga.

Við höfðum það mjög gott úti, borðuðum góðan mat, sváfum vel (vorum ekki vakin ca 10 sinnum á nóttu), og sumir (nefnum engin nöfn) versluðu pinkupinkupons :)

Nú tekur svo daglega lífið við, og ég sit núna og er að reikna ávöxtunarkröfur og ýmislegt annað skemmtilegt.