Wednesday, March 26, 2008

Af því að þið eruð svo dugleg að kvitta þá bara neyðist ég til að skrifa meira ;)

Ég var að rifja það upp áðan að núna er ca ár síðan:
- ég varð dagmömmulaus og var heima með Jóhann í um það bil 4 vikur
- tölvan mín hrundi og allt skóladótið hvarf (fékk það þó aftur seinna)
- Lilja Rós veiktist og endaði inn á spítala

Já það var sko stuð fyrir vorprófin í fyrra og ég fékk EKKI taugaáfall, hvað er ég þá að stressa mig núna þó að Jóhann sé búin að vera veikur í tvær vikur í þessum mánuði??

Thursday, March 20, 2008

Var að koma heim úr matarboði hjá tengdaforeldrum mínum í tilefni þess að hann tengdafaðir minn á afmæli í dag. Fengum ofsalega gott að borða og ég er gjörsamlega að springa.
Á morgun ætla svo þau að koma í mat til okkar og borða svínahamborgarhrygg.

Við fjölskyldan fórum rúmlega 10 í morgun að gefa öndunum brauð, ég var næstum dauð úr kulda en börnin skemmtu sér vel, Jóhann stóð fyrir framan svani sem voru stærri en hann og rétti þeim brauð og sagði ákafur "héddna, héddna". Lilja Rós sá hins vegar önd sem var með skakkan fót og vildi sko helst gefa henni af sínu brauði.
Á laugardag er svo fyrsta bíóferð frumburðarins, Jóhann fer til ömmu sinnar og afa en við Tommi ætlum að fara með dömuna á (vonandi) ágæta teiknimynd.

Í dag var svo ákveðið að ég fer með barn/börn á Höfn þann 4.apríl og Álfheiður systir ætlar að koma með sín börn, þar ætla ég að hitta hana Svanfríði frænku sem er þar nú stödd í heimsókn og að sjálfsögðu ætla ég að kíkja líka á ömmu og afa. Þetta verður án efa skemmtileg ferð, býst samt við að bílferðin verði minnst skemmtileg ;)

Hef ekki meira að segja í bili, ætla svo að reyna að setja inn myndir fljótlega.

Óska svo öllum gleðilegra páska.

Monday, March 17, 2008

Hvernig líst ykkur á þessi nöfn??

- Hildiglúmur Bambi
- Ljótur Ljósálfur
- Ormhildur Pollý

Nei ég bara spyr, því þetta eru nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt.

Friday, March 14, 2008

Pestabæli, próf og páskar

- Hlaupabólan er búin
- Lilja Rós er orðin lasin
- Tók próf í fjármálum í dag, og lofaði að ég myndi garga yfir bekkinn ef ég fengi átta (slepp pottþétt við það:))
- Þarf að mæta í skólann kl.8 í fyrramálið og taka þátt í kynningu um Landsvirkjun, ég ætla reyndar ekki að segja orð, það gæti liðið yfir mig :)
- Ég skilaði skattaframtalinu áðan og vona bara að bráðabirgðaútreikningur haldist
- Ég ætla að versla í páskamatinn um helgina (sluurp) og "skreyta" fyrir páskana

Hef ekki meira að segja í bili, ætla að horfa á "Bandið hans Bubba" og fara svo upp í rúm að horfa á NCIS. Keypti eina seríu á DVD um daginn og er forfallin, á orðið 3 seríur.

Monday, March 10, 2008

Heima og letin bara eykst og eykst....

Í dag er fjórði dagur í bólu og Jóhann lítur bara ótrúlega vel út enn sem komið er.
Við skutluðum Lilju Rós í enn eitt afmælið áðan, vitlaust að gera í félagslífinu hjá henni, (amk miðað við mig ;))
Nú styttist í að Álfheiður systir kíki í kvöldmat til okkar, hún reyndar óskaði sérstaklega eftir því að fá mat sem ég bý ekki til, hmmmm hvernig á maður að túlka það :)
Annars er ekkert að frétta héðan, nema kannski jú að Lilja Rós getur ekki klætt sig sjálf í sokka því hún er með svo þunnar tær (hvað sem það nú þýðir)
Það svoleiðis vellur upp úr henni spekin þessa dagana.

Friday, March 07, 2008

.....

Dóttir mín er mikið að spá í dauðann þessar vikurnar. Hvers vegna, veit ég ekki, því engin sem við þekkjum hefur sagt skilið við þetta jarðlíf nýlega (sem betur fer).
Um daginn spurði hún mig upp úr þurru hvernig maður myndi drukkna, hvað myndi gerast.
Nokkrum dögum síðan kom ég að henni hágrátandi upp í rúmi og gat loksins dregið það upp úr henni að hún vildi að amma Sylvía myndi aldrei deyja. Því gat ég auðvitað ekki lofað en sagði henni að líklega yrði hún lengi í viðbót hjá okkur.
Áðan spurði hún mig hvort maður myndi deyja með tunguna út úr sér. Og oftar en ekki hefur hún sagt fólki frá langömmu og langafa sem eiga heima á Höfn en eru löngu "dauð". (Til að forðast allann misskilning þá eru þau sprelllifandi á Höfn).
Þetta er nú meiri pælingarnar hjá henni :)

En af okkur er annars allt gott að frétta, í dag er fyrsti í hlaupabólu hjá Jóhanni þannig að ég sé fram á þó nokkra inniveru næstu daga.
Annars er ég bara feginn að hann nældi sér í þetta því þá er þetta bara búið :)

Sunday, March 02, 2008

Jæja þá er mars genginn í garð, páskar á næsta leyti, rosalega líður þetta hratt.
Þetta er búin að vera góð helgi, fengum heimsóknir bæði í gær og í dag og hér var mikið stuð.
Börnin eru bæði frekar þreytt, en Jóhann situr stjarfur núna yfir Múmínálfunum.

Ég er að fara í Kringluna í fyrramálið að kaupa mér skó, LOKSINS, það er nefnilega gat á mínum og ég er alltaf blaut í fæturna þessa dagana. Ætla meira að segja að kíkja á nokkrar flíkur líka (suss, ekki segja Tomma :))