Tuesday, April 29, 2008

20 dagar....

Í dag eru bara 20 dagar þangað til við mæðgur förum til Spánar í sólina (vonandi verður sól). Ég var að telja þetta í gær, en þetta getur bara ekki staðist. 20 dagar er svo stuttur tími og á þessum tíma á ég eftir að taka 3 próf og fara í helgarferð til Egilsstaða. Hvernig getur þetta staðist, ég bara spyr??

Monday, April 21, 2008

Púff....

Jæja þá er ein hindrun yfirstigin, ég fór í munnlegt próf í morgun og lifði það af. Stóð mig reyndar ekkert afskaplega vel en einkunn kemur annað hvort á morgun eða hinn og þá veit ég þetta fyrir víst. Kennarinn var með rauð plastglös á borðinu ef við vildum fá vatn að drekka og ég fann þegar leið á prófið að ég varð alltaf líkari glösunum á litinn í framan.....hahaha (er ekki að grínast). Ég held að hún hafi vorkennt mér óskaplega, kannski fæ ég samúðarstig, (nei líklega ekki).
Svo eru verkefnin að koma til baka þessa dagana og einkunnir þar eru stórfínar þó ég segi sjálf frá, að minnsta kosti gleðja þær mitt litla hjarta sem sló óskaplega hratt í morgun í munnlega prófinu.

Wednesday, April 16, 2008

Jæja þá er sonurinn lagstur enn eina ferðina í vetur, ég bara skil ekki hvað er í gangi með þetta barn. Ég er sem sagt heima í dag, en kemst aftur í prófalestur á morgun því að Tommi ætlar að vera með hann heima á morgun og á föstudaginn ef þarf.

Annars er allt gott að frétta af okkur, fyrsta prófið hjá mér er næstkomandi mánudag og það er munnlegt og lifi ég það ekki af þá munuð þið væntanlega frétta fljótlega af því ;) (má reyndar tala íslensku í prófinu, sem betur fer því að annars færi ég ekki í það)

Svo styttist í þrítugsafmæli hjá stóru systur og svo Spánarferð strax á eftir, nóg að hlakka til :)

Thursday, April 10, 2008

Einhverjir eru að kvarta undan bloggleysi hjá mér en ástæðan fyrir því er afskaplega einföld: Ég hef nákvæmlega ekkert að segja ;)´
Ég lagði jú reyndar land undir fót síðasta föstudag ásamt Lilju Rós og Jóhanni, við keyrðum á Höfn og hittum þar Álfheiði systur og hennar börn, ömmu og afa og öll systkini pabba sem þar búa. Þetta var mjög góð ferð og það var alveg frábært að sjá hvað Árni Jökull og Lilja Rós eru góðir vinir. Eins var líka frábært að sjá hvað Katrín og Kristjana eru alltaf tilbúnar til að hjálpa mér með Jóhann hvort sem ég bið um það eða ekki. Takk stelpur fyrir alla hjálpina :)
Við keyrðum svo heim aftur á sunnudag og þá sá ég hvað ég á duglega stelpu, ég var nefnilega lasin og Lilja Rós gerði sér alveg grein fyrir því og hún sá alfarið um bróður sinn alla leiðina, gaf honum það sem hann vantaði og þess háttar. Ég þurfti ALDREI að stoppa alla þessa leið og geri aðrir betur (sem er reyndar ekki hægt) með tvö lítil börn. Þegar heim kom þá lagðist ég upp í rúm og þessi vika hefur farið í slappleika og verkefnavinnu. Verkefnum var skilað í dag og nú hefst bara prófalestur strax eftir helgi.

Ég er ein heima alla helgina (ein heima = ég og börnin), þannig að ef einhver vill bjóða okkur í kaffi eða bjóða sér í kaffi til mín endilega látið mig vita :)