Friday, May 30, 2008

Nokkrar myndir

Jæja, ég ákvað að láta loksins verða af því að setja inn nokkrar myndir, á fyrstu myndinni er Lilja Rós sjálfsagt á leiðinni í afmæli, mynd númer 2 sýnir þau systkinin á hjólunum sem þau fengu í sumargjöf, en restin er frá Spáni. Lilja Rós naut sín í laugunum, og svo eru nokkrar frá því við fórum í heimsókn í safarí dýragarð. Og nú má ENGIN kíkja hér inn nema að kvitta, mig langar að vita hverjir skoða þetta blogg mitt.










Tuesday, May 27, 2008

Hvar er sumarið??

Jæja, þá er allt að falla í ljúfa löð aftur. Ég er búin í prófum og þrjár einkunnir komnar, (so far, so good), bíð ennþá eftir þeirri síðustu. Fór austur í afmæli til Álfheiðar systur um miðjan maí og það var bara gaman þrátt fyrir slappleika hjá mér, hef sjaldan hlegið eins mikið þegar "skrautið" var sett upp og sungið með það. Elfa systir verður að senda mér myndir svo ég geti sett það hingað inn.
Við Lilja Rós héldum svo til Spánar ásamt tengdó 19.maí og vorum þar í viku (komum heim í gær). Það var yndisleg ferð, gaman að sjá þá stuttu (og þá meina ég Lilju Rós) njóta sín í sundlaugunum, og gaman að sjá tengdó hitta systur sína í fyrsta skipti á ævinni. Við vorum á frábærum stað, heyrðum ekki íslensku í heila viku, en ég vil alltaf vera sem lengst frá mínum samlöndum þegar ég er í fríi. Ég gat ekki tekið margar myndir úti þar sem vélin mín var nær batteríslaus, en tengdó tók um 7 filmur held ég ;). Ég fæ eitthvað af þeim en þar sem ég nenni ekki að læra á skannann okkar þá munu þær ekki verða til sýnis hér.
En það er best að fara að húsmæðrast aftur, heimilið er ekki hreint um þessar mundir þar sem ég hef ekki gert handtak síðan í byrjun apríl...........alltaf sami dugnaðurinn í mér :)

Monday, May 12, 2008

Heitur dagur :)

Ég er opinberlega orðin brennuvargur ;)
Kveikti í í dag, en náði að slökkva sjálf.....svaka dugleg ;)
En síðasta prófið á morgun, og svo verð ég mamma aftur

Monday, May 05, 2008

Góðar fréttir

Fallega tölvan mín er komin í hús, með nýjan og fínan skjá :)
Ég á bara eitt próf eftir og það er eftir tæpa viku :)
Ég fer austur á Egilsstaði eftir rúma viku :)
Ég fer til Marbella eftir tæpar 2 vikur :)
Þegar heim er komið aftur hefst prófalestur............enn og aftur ;)

Saturday, May 03, 2008

Hvað er í gangi.....ég bara spyr

Fyrir rúmlega ári síðan hrundi tölvan mín mér til mikillar mæðu, prófin voru að koma en allt reddaðist fyrir horn.
Hvað haldið þið að hafi gerst síðasta miðvikudag??
Nýja fína tölvan mín sem ég keypti í febrúar bilaði, skjárinn er ónýtur...........það á ekki af manni að ganga. Já ég veit að þetta er dauður hlutur og ég á að vera glöð að vera hress og blablabla, en það er ekki það sem ég hugsa núna. Og hana nú!!
Nú óska ég eftir samúðarkommentum :)