Monday, October 27, 2008

Kvart,kvart

Hvað er eiginlega í gangi? Ég var með upp og niðurpest í síðustu viku og þessi vika hófst á gífurlegri hálsbólgu og hitavellu.
Er heima í dag og reyni að kyngja ekki oft ;)
Annars er þetta ágætis "megrun" hehe, þarf samt ekki alveg á henni að halda akkúrat núna. Frekar í janúar ;)

En sem sagt ef einhvern langar í pest/ir, þá bara koma hingað, ég virðist eiga nóg til af þessu.

Friday, October 17, 2008

Hér er ég....

Alltof langt síðan ég skrifaði eitthvað hér inn, en aldrei þessu vant þá er bara búið að vera aðeins of mikið að gera hjá mér síðustu daga og vikur, og það mun haldast þannig fram að 19.desember en þá er ég komin í jólafrí. Ég fékk próftöflu í hendur í síðustu viku og hún er yndisleg, ég er í prófum 10.desember, og svo 17.,18, og 19.desember = YNDISLEGT

Annars erum við öll hress, og finnum ekki fyrir þessari svokallaðri kreppu í okkar daglega lífi, svona fyrir utan ýmsar vangaveltur.
Við erum búin að ákveða að vera hér í Reykjavík um jól og áramót (verðum að spara fyrir eyðsluna á næsta ári) þannig að öll matarboð og kaffiboð eru vel þegin, því ég veit ekkert "leiðinlegra" en að vera ALein yfir þessa hátíð.

Mér var svo boðið í sláturgerð um daginn en því miður þá komst ég ekki því ég var ein heima með krakkana það kvöldið, en vil hér með þakka Ásthildir enn og aftur fyrir að hugsa til mín, ekki oft sem manni býðst að taka þátt í svona. Finn það oftar og oftar hvað ég vildi að ég ætti fjölskyldu hér í bænum, sé fyrir mér sláturgerð, laufabrauðsgerð og margt, margt fleira. Þannig að nú er bara um að gera fyrir systur mínar að flytja í bæinn, :)