Sunday, February 22, 2009

Púff

Akkúrat núna er ég að velta því fyrir mér af hverju ég er í þessu námi.
Ég sat ásamt 2 öðrum í ca 6 klukkutíma á föstudaginn að slást við skilaverkefni, ekkert gekk.
Ég ákvað að vera duleg í dag og afþakka kvöldverðarboð (þau hin fóru) og sitja heima og reyna að skilja þetta, ekkert gekk.
Það er aldeilis fínt að vera búin að eyða um það bil 8 klukkutímum í þetta yndislega skilaverkefni og komast nákvæmlega EKKERT áleiðis.

Allur morgundagurinn fer líka í þetta því skiladagur er á þriðjudaginn. Ég er búin að fá pössun fyrir börnin til að geta eytt ÖLLUM deginum í þetta.....ARG og GARG.

Um 200 manns eru í þessum áfanga og allir sem ég hef hitt og spjallað við eru í sömu vandræðum og við.

Annað hvort erum við nemendurnir allir svona vitlausir eða verkefnið er alltof,alltof þungt. Ég kýs að velja það síðarnefnda.

Monday, February 09, 2009

Myndir





Ákvað að setja örfáar myndir hér inn þó ég hafi á tilfinningunni að fólk sé alveg hætt að lesa blogg, allir á facebook núna :)

Saturday, February 07, 2009

Þá er komið að því

Jæja þá er maður loksins að verða fullorðin ;)
Ég er á leiðinni í hárgreiðslu og förðun kl. hálfátta á laugardagsmorgni, haldið að það sé vit í þessu :S
Búin að þamba 2 kaffibolla og tek einn með mér í bílinn, annars gæti ég sofnað við stýrið.
Annars svaf ég ágætlega í nótt en fékk sms áðan frá brúðarmeyjunni að hún gæti ekki sofið, ég hélt að það ætti að vera öfugt.
En ætli það sé ekki best að fara að koma sér af stað í Hafnarfjörðinn, ég mæti aftur á sunnudaginn sem frú Viderö, hahaha