Monday, January 28, 2008

New Kids on the Block

Ég var að heyra á Bylgjunni að New Kids on the Block eru að koma saman aftur. Svanfríður heyrirðu það?? Við vorum nú ekki lítið skotnar í þeim hérna um árið. Vorum sannfærðar um að þeir væru að horfa á okkur af plakötunum og svona, hihi.
Þeir eru víst búnir að opna vefsíðuna aftur og hvaðeina.
Eru ekki allir að missa sig úr spenningi núna....

Saturday, January 26, 2008

Sýkingadagur

Þegar ég sótti Lilju Rós á leikskólann á miðvikudaginn þá fór hún að spyrja mig hvenær "sýkingadagurinn" væri. Eins og þið getið flest ímyndað ykkur þá gat ég EKKI svarað þessu. En hún hélt fast við þetta og sagðist meira að segja vera búin að búa til "sýkingakórónu".
Ég sagðist ekki vita hvað þetta væri, en ég veit það núna...........

Friday, January 25, 2008

Góð byrjun á deginum...

Dagurinn byrjaði að sjálfsögðu á því að koma börnunum á leikskólann, Jóhanni var nú ekki vel við haglélið sem þurfti endilega að lemja hann meðan hann var úti, en jafnaði sig nú fljótt.
Þar sem ég þurfti að mæta í tíma kl.08:20 þá dreif ég mig af stað frá leikskólanum um áttaleytið. Ferðin gekk ótrúlega vel miðað við skafrenning, og ég var bara 40 mínútur á leiðinni :)

Ég fann mér ágætis bílastæði sem var þó talsvert frá kennsluhúsinu þannig að ég barðist við rokið en komst að lokum inn í Odda úfin og rjóð í kinnum með þunga tölvutösku á annarri öxlinni og risavaxna bók í fanginu. Ég labbaði talsvert langan gang þar til ég kom að kennslustofunni, (þarna var klukkan um 08:40), þegar ég opna dyrnar inn í hana blasir við mér hálffull stofa af nemendum en enginn kennari. Ég fæ mér sæti en heyri svo fljótlega að kennarinn er staðsettur í Háskólabíói og er að kenna nokkrum þar. Einhver misskilningur á ferðinni þarna ;)

Ég ákvað að rölta í "góða veðrinu" yfir í Háskólabíó. Þessi gönguferð byrjaði svo sem ágætlega, ég rogaðist með farangurinn út úr Odda, framhjá Árnagarði, yfir Suðurgötuna þar sem ég fauk á einn skafl. Þá var ég komin á bílaplanið hjá Háskólabíói og gekk sú ferð með ágætum, en þá gerðist það......þegar ég var næstum komin að Háskólabíói þá þurfti ég fyrir það fyrsta að labba yfir ruðning til að komas upp á gangstétt, ég steig full bjartsýni upp á ruðningin í háhæluðu kuldaskónum mínum (stupid, I know), og bjóst við að sökkva upp að hnjám, en nei,nei, þetta var þá GLERharður ruðningur með svona líka fínu svelli þannig að ég rann á fullri ferð með hendurnar í allar áttir niður á gangstéttina. Náði samt sem betur fer að halda mér á fótunum. Næsta sem ég vissi var að það kom vindhviða og ég bókstaflega FAUK, en sem betur fer greip handrið mig.

Ég stóð í ca 10 sek. upp við handriðið og hugsaði með mér hvað í veröldinni ég ætti nú að gera, en þá kom þessi líka yndislegi samnemandi minn (maður um fimmtugt), rétti mér hendina og sagði, "á ég að hjálpa þér". Ég tók í höndina á honum, leið eins og ég væri fimm ára og hann leiddi mig inn.

Sem betur fer fékk ég far til baka yfir í Odda þegar þessari kennslustund lauk :)

Friday, January 18, 2008

Helgi framundan

Sá sjaldgæfi "hlutur" mun gerast um helgina að ég verð barnlaus í ca sólarhring (ef allt gengur upp). Hvað haldið þið að ég ætli að gera??

Tuesday, January 15, 2008

JIBBÝ

Jæja síðasta einkunnin kom LOKSINS í dag, hélt að hún myndi aldrei koma.
Niðurstaðan er sem sagt að ég náði öllum prófunum (sem voru reyndar bara fjögur), og er bara ánægð með það. Ein einkunnin verður reyndar vonandi löguð í haust því ég stefni að því að taka prófið aftur til að fá hærri einkunn.

En það er best að halda áfram að skrifa um lykilgetu fyrirtækja, svo ofsalega skemmtilegt ;)

Friday, January 11, 2008

Fallegt fólk :)



Og nú spyr ég, hver líkist hverjum?? Eitt er alveg á hreinu að við systur erum ekki líkar hver annarri.
P.S. Ég kemst ekki út að borða um helgina :(

Thursday, January 10, 2008

Mig langar út að borða um helgina................annars er ekkert að frétta :)

Saturday, January 05, 2008

MONTIMONT

Ég er nú ekki vön að koma með einkunnir hér inn, en nú bara verð ég. Fyrsta nían er komin í hús, MIKIÐ VAR!!
Þessi einkunn hækkaði meðaleinkunnina mína upp í svokallaða fyrstu einkunn, og það er bara frábært.
Svo er bara að bíða eftir næstu tölum sem koma vonandi fljótlega, ég þykist reyndar vita að þær tölur lækka meðaleinkunina mína en það verður bara að hafa það.