Sunday, June 22, 2008

Bara gaman

Í dag var ég með í að "gæsa" eina af mínum betri vinkonum og ég vona að hún hafi haft gott og gaman af.
(ég vil endilega bæta því við að ég fór í keilu í fyrsta skipti á ævinni í dag, (lenti í þriðja sæti af fimm meira að segja, hlýtur að vera meðfæddur hæfileiki :)))
(eigum við að ræða þetta "colgate" bros eitthvað?)

Friday, June 13, 2008

Afmæli


"Litla" stelpan mín verður fimm ára á morgun, rosalega líður tíminn hratt.







Tuesday, June 10, 2008

Fínn dagur





Ég fór í fyrsta skipti í morgun að sigla á kajak, fór út á Hafravatn og skemmti mér ágætlega. Er ekki sú flinkasta að beygja og "sigldi" þar af leiðandi oft í vitlausa átt og endaði oftar en ekki á bátnum hans Tomma :). En eins og einhver sagði "æfingin skapar meistarann".

Mamma er að koma í heimsókn til okkar í fyrramálið og ætlar að dvelja hjá okkur fram yfir helgi, bara gaman að því enda tæp 2 ár (held ég) síðan hún kom til mín síðast. Elfa systir og hennar börn eru líka að koma í bæinn um helgina svo og Álfheiður systir og hennar afkvæmi, og ætla þær systur mínar að gista saman í íbúð í Grafarvoginum að ég held. Þetta þýðir að ég fæ gríðarlega hjálp við að undirbúa afmælin tvö sem verða hér næstu helgi, alltaf gott að þurfa ekki að standa í þessu aleinn þó það sé í raun og veru ekkert mál, bara gaman að hafa félagsskapinn.

Sunday, June 08, 2008

Nýtt heimilistæki

LOKSINS fórum við og keyptum "alvöru" þvottavél. Ég veit að sumir hefðu ekki haldið upp á mína gömlu svona lengi, hún vatt ekki almennilega (það lak úr þvottinum eftir vindingu) og í síðasta mánuði fór hurðin að taka upp á því að festast og þá nennti ég ekki meiru.
Nú á ég þvottavél sem er með allskonar kerfum en ég hef ekki áður haft, ullarþvott, silkiþvott, handþvott og sparnaðarþvott. Ég get ráðið hraða á vindingu og fleira og fleira. Ég held að Tommi sé nú ekki alveg að skilja þennan fögnuð hjá mér enda er honum bannað að koma nálægt þvottavélum hér ;)
En sem sagt, eftir 14 ára búskap á ég loksins almennalega þvottavél sem tekur meira að segja 6 kg. í stað þeirra 3,5 sem sú gamla tók..........gaman, gaman.

Friday, June 06, 2008

Ááá

Hverjum öðrum en mér tekst að brenna sig á kinninni þegar verið er að baka??
Ég bara spyr!!

Thursday, June 05, 2008

Jæja það hefur gerst einu sinni enn, búið er að breyta vaktaplaninu hjá Tomma einu sinni enn. Alveg merkilegt hvað er hægt að vesenast með þetta fram og til baka. Stjórnendur þarna ættu frekar að einbeita sér að því að hafa skriflegt skipulag á sumarfríum starfsmanna sinna því það kom loksins í ljós í dag eftir smá bið að T fær ekki sumarfrí á þeim tíma sem hann vill, honum býðst að taka frí í ágúst, júhú þá er ég í prófum og vill ekkert hafa hann heima. (GARG)!!

En að einhverju jákvæðu - get svo svarið það, finn bara ekkert jákvætt, reyni aftur á morgun :)