Saturday, September 27, 2008

Ég á afmæli í dag

Jæja þá er maður orðin árinu eldri, við ætlum bara að hafa það rólegt heima því Lilja Rós tók upp á því að veikjast í nótt.

Saturday, September 20, 2008

Allt og ekkert....

Jæja þá er komið laugardagskvöld og ég sit fyrir framan tölvuna með hvítvínsglas við hliðina á mér.
Dagurinn í dag er búinn að vera ósköp notalegur, Lilja Rós söng ásamt öðrum 5 ára leikskólabörnum og Jóhanni á hátíð sem var í íþróttahúsinu okkar hér í Breiðholtinu. Jóhann átti ekkert að fá að vera með en hann hljóp á eftir systur sinni og ég bara leyfði honum það, og hann söng hástöfum með í íþróttaálfahúsinu eins og hann heldur að það heiti.
Svo var farið heim og ég bakaði skúffuköku og Lilja Rós fékk hana Kristrúnu vinkonu sína af leikskólanum í heimsókn, og Gunna og Jóhanna Guðrún mættu líka í kaffi. Mér finnst alltaf svo gaman að fá gesti, vildi helst hafa fullt hús hér alla daga :)
Álfheiður systir kom hér líka aðeins við í gær og hjálpaði Lilju Rós við að missa fyrstu tönnina, gott að eiga svona góða frænku ;)
Jóhann tilkynnti það svo við kvöldmatarborðið áðan að hann ætlaði að fara í súperman-búninginn sinn (sem eru náttföt) og fljúga fyrir utan eldhúsgluggann og ná í tönnina hennar Lilju Rósar því hún er víst á flugi þar fyrir utan, ekki vissi ég það. Ótrúlegt hvað þessum krökkum dettur í hug.
Svo stendur mér jafnvel til boða að fara til Hafnar 10.október og fara á eitthvert "Bítlashow" þar ásamt frændsystkinum mínum, mikið væri ég nú til í það, og ef einhver hefur nákvæmlega ekkert að gera þá helgina og vill ólmur passa börnin mín (því auðvitað er Tommi á vakt) þá endilega hringja, senda e-mail, kvitta hér, bara það sem ykkur hentar ;) Ég yrði mjög þakklát!!

Friday, September 12, 2008

Jæja

Loksins nennti ég að setjast niður fyrir framan tölvuna og hlaða inn nokkrum myndum.


Hann er söngelskur þessa dagana hann sonur minn


Þessi mynd er tekin um verslunarmannahelgina þegar við fórum í útilegu

Þessi ágæti maður var að spila á hótelinu okkar í Minneapolis eitt kvöldið ásamt tveimur öðrum. Takið eftir hljóðfærinu sem hann spilar á :)


Við skelltum okkur á "State fair" (fylkishátíð) í St.Paul, það var ferlega gaman að upplifa það.

Það fengum við meðal annars krabbakökur, "corn-dogs" og bjór í plastglösum

Daginn sem við fórum var að hefjast ráðstefna repúblikana á hótelinu okkar og þessi ágæta skrúðganga sem innihélt margt skemmtilegt fór þar fram hjá. Framan á þessum bíl voru brúður af Bush og McCain.

Þessi héldu á merkilegu plaggi í tilefni dagsins

Annars er ósköp lítið af frétta héðan úr Breiðholtinu, lífið heldur áfram sinn vanagang. Skólinn er byrjaður hjá mér, tennur er ennþá að losna í Lilju Rós (engin dottin ennþá þó), Lilja Rós fékk gat á höfuðið um daginn og var frekar fúl yfir að það var "bara" límt, ekki saumað ;)

Svo fór ég austur á Höfn síðustu helgi með börnin að hitta móðurfjölskylduna mína frábæru, ég tók engar myndir en ef þið viljið sá myndir þá eru nokkrar á blogginu hjá Álfheiði systur (linkur er hér á síðunni).

Fleira er svo á döfinni næstu vikur og mánuði og þið munuð verða upplýst um það þegar nær dregur ;)