Saturday, March 21, 2009

9 dagar....

Já nú er bara rúmlega vika í Tenerife, mér finnst ég eiga eftir að gera svo mikið þangað til við förum en þetta verður bara allt að hafast, 2 próf framundan og 2 hópaverkefni eiga að skilast meðan ég er úti, en ég er í hópum með góðu fólki sem tekur tillit til þess ef það verður hægt. Það verður hins vegar að koma í ljós þegar nær dregur.
Ég ákvað að fara ekki á Austfirðingaball í kvöld, er hins vegar boðin í heimsókn en ég get svo svarið það að ég er að hugsa um að sitja heima og fara snemma að sofa þar sem elskulegur sonur minn vakti mig kl.04:40 í "morgun".
Börnin eru hjá ömmu sinni í nótt, (ekki báðum við um það), mér finnst við bara alltaf vera barnlaus núna, þetta er alveg í annað eða þriðja skiptið á þessu ári :)
Morgundagurinn mun fara í að læra (en ekki hvað), maður verður að njóta þess að vera barnlaus ;)

Friday, March 13, 2009

Sjáið hvað ég á flottar frænkur :)

Ég tók þessa mynd af blogginu hjá stóru systur, vona að það hafi verið í lagi.

Monday, March 09, 2009

Ég...

- fór í bíó í gær í fyrsta skipti í tæp fjögur ár (fyrir utan eina hundleiðinlega barnamynd)
- fer kannski út að borða með góðum og "gömlum" vinkonum á miðvikudaginn :)
- er að reyna að vera duglegri að drífa mig út (eins og sést hér fyrir ofan), þannig að endilega
hringja ef ykkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug
- tel niður dagana þangað til við förum til Tenerife, í dag eru bara 22 dagar :)
- ætla að vera duglegri að hringja í fólk, enda alveg ómögulegt að "tala" eingöngu við fólk í gegnum
tölvur (eru ekki allir sammála því)
- ætla núna að halda áfram að reyna að skilja tölfræði, en einhvernveginn þá vantar þau gen í mig.

Sunday, March 01, 2009

Jæja

Við erum kannski að fara að fjárfesta (eins og má sjá á fésinu), og ég er svo spennt og mér er nákvæmlega sama hversu gáfulegt öðrum finnst þetta. Við megum eyða okkar peningum eins og okkur sýnist, enda höfum við aldeilis unnið fyrir þeim (eða amk annað okkar ;))

Ef það er eitthvað sem mér leiðist þá eru það sterkar skoðanir annarra á fjárfestingunni, við erum aldeilis búin að hlusta á svoleiðis en látum það bara fara inn og út, inn og út, hahaha.

Þannig að hér eru bara þegin góðar og hlýlegar athugasemdir :)
Ef þær verða mjög hlýlegar þá er ykkur kannski boðið með í ferðalag á næstunni.