Wednesday, September 27, 2006

Gamla kellan

Ég á afmæli í dag,
Ég á afmæli í dag,
Ég á afmæli lala
Ég á afmæli í dag.

Bara svona láta ykkur vita

Monday, September 25, 2006

Gettóið

Við fluttum hingað í Austurbergið í lok nóvember 2003, þannig að við erum að verða búin að búa hér í þrjú ár bráðum. Í heildina þá líður okkur vel hér og erum ekkert að fara neitt á næstunni, (ekki nema ég vinni í lottói, en þá þarf ég víst að tíma að kaupa miða í því).
Á þessum þremur árum, hafa póstkassarnir einu sinni verið sprengdir upp með flugeldi, Tommi hefur slökkt eld í mottunni í forstofunni sem einhverjir unglingar úr Mosfellsbæ höfðu kveikt sér til skemmtunar, ég greip tvær unglingsstelpur með logandi pappírssnifsi í höndunum inni í þessari sömu forstofu um daginn, og svo í dag þegar ég kom heim þá var búið að mölva einn póstkassann með hellusteini og krota á þrjá. Og varla þarf ég að taka það fram að auðvitað er það kassinn okkar sem var mölvaður.
Á svona stundum líður manni ekkert vel að vera með börn hérna, ég ræð við mölvaða póstkassa og krot, við látum ekki lífið af því en að kveikja hér í, það er allt annað mál.
En svona er víst að vera venjulegur borgari hér í Reykjavík sem nennir að vinna og fær þannig laun í vasann að maður flokkast ekki undir fátækling. Við þurfum að búa í svona hverfi, það er ekki fyrir hvern sem er að fjárfesta hér í almennilegum húsum.
Heppnir þeir sem geta búið í einbýlishúsi einhversstaðar í góðum hverfum og þurfa kannski ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því á nóttunni að það verði kveikt í.
Kannski er þetta nú samt bara vitleysa í mér og óþarfa áhyggjur, eða hvað finnst ykkur?

Friday, September 22, 2006

Enn ein helgin að bresta á og svo sem ekkert sérstakt sem við litla fjölskyldan ætlum að aðhafast. Sunnudagaskólinn er reyndar á dagskránni hjá mér og Lilju Rós eins og undanfarna sunnudaga. Ég veit nú ekki hvort hún áttar sig á því út á hvað þetta allt saman gengur en henni finnast að minnsta kosti lögin skemmtileg og ekki skemmir fyrir að á límmiða í sunnudagaskólabókina eftir hvert skipti. Mér hins vegar finnst þetta bara gaman og ætla að reyna að vera dugleg að fara með skottuna.
Næsta vika verður svo viðburðarík, að mínu mati ;)
En það er afmæli næsta miðvikudag hér á heimilinu og svo fer ég erlendis á fimmtudag ef einhver sem les þetta hefur misst af því.
Við Gunna erum báðar búnar að ákveða að versla ekki mikið, er þá ekki 200% öruggt að við verslum eins og brjálæðingar? Er það ekki alltaf svoleiðis hjá okkur kvenfólkinu.

Svo ætla ég hér í lokin að skella inn einni mynd frá því í sumar.


Sunday, September 17, 2006

Utanlandsferð

Svo sem ekkert að frétta nema að ég er að fara til útlanda eftir rúma viku og mikið xxxxxxx hlakka ég til.
Ætla að skella mér til Dublin þann 28.september dvelja þar fram til sunnudags ásamt góðri vinkonu. Skil kallinn eftir heima :)

Friday, September 15, 2006

Afmæli

Óska hér með Álfheiði systur til hamingju með bóndann, hann á nefnilega afmæli í dag, orðin 39 ára maðurinn. Afi minn á svo afmæli á morgun, hann er örlítið eldri kannski svona ca 50 árum því hann verður 89 ára ef ég man rétt. Og þetta er ekki búið gott fólk því ég er 99% viss um að Elfa systir og Jói hennar eigi brúðkaupsafmæli á morgun. Til hamingju með þetta allt saman gott fólk.
(er nú samt nokkuð viss um að afi les þetta ekki :) )

Wednesday, September 13, 2006

Happy,happy

Tvennt gott gerðist í dag og ég bara verð að deila því með ykkur.

Í fyrsta lagi:
Ég fann LOKSINS barnapíu sem mun sækja börnin þessa tvo daga í viku sem ég er aðeins frameftir í skólanum og vera með þau eitthvað örlítið framyfir kvöldmat. Fann hana í gegnum barnaland.is, hún er 20 ára og á bíl þannig að ég vona að þetta gangi vel. Hún kom hér í dag og kíkti aðeins á okkur og okkur leist bara nokkuð vel á hana.

Í öðru lagi (langaði dálítið að setja þetta í fyrsta sæti en kunni ekki við það):
Uppþvottavélin er tengd. Fyrsti þvottur fer fram as we speak. Vonandi gengur hann vel.

Þá er ekki meira að frétta úr Breiðholtinu, over and out.

Thursday, September 07, 2006

Er ekki komin tími á smá skrif.
Ég er mjög ánægð í skólanum, so far amk.,búin að sitja tvisvar í þjóðhagfræði og ótrúlegt nokk, það finnst mér skemmtilegt fag. Ég fór í þetta fag í ME og gat aldrei skilið út á hvað það gekk.
Svo eru bara veikindi hér á heimilinu, litli gaurinn bara lasinn, búin að vera með hita í rúma 2 daga og sefur nánast ekki neitt og í þessum skrifuðu orðum þá er hann að vakna og reka upp vein. Það er best að fara að sinna honum.
Verið sæl í bili.

Friday, September 01, 2006

Jæja þá er gestirnir farnir og námskeiðin búin.
Það var voða fínt að hafa mömmu og Elfu hér, vorum kannski aðeins of mikið á flakki en gerist það ekki alltaf þegar fólk heimsækir höfuðborgina.

Svo byrjar bara skólinn á fullu hjá mér á mánudaginn og svei mér þá ef ég hlakka ekki bara til.
Hef mestar áhyggjur að ég verði ekki búin að finna mér barnapíu í tíma, og hvað gera bændur þá??

Annars er allt við það sama hér, Tommi greyið varð reyndar fyrir því óláni í dag að lenda í árekstri. Hann stoppaði á rauðu ljósi eins og maður á víst að gera og fékk þá einhverja góða konu beint aftan á sig. Þeir sem til þekkja vita víst að hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða í tæp tvö ár eða síðan það var síðast keyrt á hann. Þetta varð nú ekki til að bæta ástandið og hann kom bara heim úr vinnu og liggur nú fyrir.
Var reyndar búin að lofa að vinna á morgun og langar að standa við það loforð. Hann verður víst að fá að ráða því sjálfur.

Jæja gott fólk, er þetta ekki nóg í bili. Munið svo bara að kjósa Magna aftur í næstu viku.