Saturday, April 18, 2009

Við erum komin heim eftir góða ferð til Tenerife. Allir sælir og ánægðir :)
Ég hef hugsað mér að taka mér frí frá þessu bloggi enda langflestir hættir að lesa (amk kvitta), sjáumst á fésinu þangað til ég byrja aftur ;)

Sunday, April 12, 2009

Tenerife

Jæja, loksins - mín komin með nettengingu á hótelherbergið, (reyndar bara í einn sólarhring).
Við höfum aldeilis haft það gott, þó sumir hafi nær drukknað (Álfheiður), aðrir nær dottið sig í hel (Ég), og einhverjir orðið skelkaðir á WC (Elfa).
Þetta er búin að vera mjög góð ferð, LR er með afrískar fléttur í hárinu og afskaplega ánægð með sjálfa sig, hún fékk "Ipod" í dag, eða Iwin réttara sagt, Tommi fékk PSP og þá eru allir glaðir, ekki satt?

Ég fór í frábæra gönguferð í síðustu viku þar sem við gengum nokkur saman upp eitt stykki gil, þar var svo fallegt og gaman að koma þangað. Við erum einnig búin að fara í vatnagarð og dýragarð, búum nánast á ströndinni og McDonalds börnunum mínum til mikillar ánægju :)

Við ætlum að heimsækja vatnagarðinn aftur á mánudaginn og þá ætla Jóhann og Lilja Rós væntanlega að lulla aftur á 0.000001 km hraða niður rennibrautirnar hahaha. Hraðar fara þau nú ekki, annað en ég og foreldrar mínir sem létu sig hafa það að fara í nokkrar brautir í vikunni.
Þeir sem mig þekkja, vita að það er nokkuð afrek út af fyrir sig að ná mér í vatn, enda var það hún systir mín góða (Á) sem plataði mig í þær hehe, en gaman var það.