Sunday, November 01, 2009

Tékk

Er ekki allir löngu hættir að kíkja hér við?

Saturday, April 18, 2009

Við erum komin heim eftir góða ferð til Tenerife. Allir sælir og ánægðir :)
Ég hef hugsað mér að taka mér frí frá þessu bloggi enda langflestir hættir að lesa (amk kvitta), sjáumst á fésinu þangað til ég byrja aftur ;)

Sunday, April 12, 2009

Tenerife

Jæja, loksins - mín komin með nettengingu á hótelherbergið, (reyndar bara í einn sólarhring).
Við höfum aldeilis haft það gott, þó sumir hafi nær drukknað (Álfheiður), aðrir nær dottið sig í hel (Ég), og einhverjir orðið skelkaðir á WC (Elfa).
Þetta er búin að vera mjög góð ferð, LR er með afrískar fléttur í hárinu og afskaplega ánægð með sjálfa sig, hún fékk "Ipod" í dag, eða Iwin réttara sagt, Tommi fékk PSP og þá eru allir glaðir, ekki satt?

Ég fór í frábæra gönguferð í síðustu viku þar sem við gengum nokkur saman upp eitt stykki gil, þar var svo fallegt og gaman að koma þangað. Við erum einnig búin að fara í vatnagarð og dýragarð, búum nánast á ströndinni og McDonalds börnunum mínum til mikillar ánægju :)

Við ætlum að heimsækja vatnagarðinn aftur á mánudaginn og þá ætla Jóhann og Lilja Rós væntanlega að lulla aftur á 0.000001 km hraða niður rennibrautirnar hahaha. Hraðar fara þau nú ekki, annað en ég og foreldrar mínir sem létu sig hafa það að fara í nokkrar brautir í vikunni.
Þeir sem mig þekkja, vita að það er nokkuð afrek út af fyrir sig að ná mér í vatn, enda var það hún systir mín góða (Á) sem plataði mig í þær hehe, en gaman var það.

Saturday, March 21, 2009

9 dagar....

Já nú er bara rúmlega vika í Tenerife, mér finnst ég eiga eftir að gera svo mikið þangað til við förum en þetta verður bara allt að hafast, 2 próf framundan og 2 hópaverkefni eiga að skilast meðan ég er úti, en ég er í hópum með góðu fólki sem tekur tillit til þess ef það verður hægt. Það verður hins vegar að koma í ljós þegar nær dregur.
Ég ákvað að fara ekki á Austfirðingaball í kvöld, er hins vegar boðin í heimsókn en ég get svo svarið það að ég er að hugsa um að sitja heima og fara snemma að sofa þar sem elskulegur sonur minn vakti mig kl.04:40 í "morgun".
Börnin eru hjá ömmu sinni í nótt, (ekki báðum við um það), mér finnst við bara alltaf vera barnlaus núna, þetta er alveg í annað eða þriðja skiptið á þessu ári :)
Morgundagurinn mun fara í að læra (en ekki hvað), maður verður að njóta þess að vera barnlaus ;)

Friday, March 13, 2009

Sjáið hvað ég á flottar frænkur :)

Ég tók þessa mynd af blogginu hjá stóru systur, vona að það hafi verið í lagi.

Monday, March 09, 2009

Ég...

- fór í bíó í gær í fyrsta skipti í tæp fjögur ár (fyrir utan eina hundleiðinlega barnamynd)
- fer kannski út að borða með góðum og "gömlum" vinkonum á miðvikudaginn :)
- er að reyna að vera duglegri að drífa mig út (eins og sést hér fyrir ofan), þannig að endilega
hringja ef ykkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug
- tel niður dagana þangað til við förum til Tenerife, í dag eru bara 22 dagar :)
- ætla að vera duglegri að hringja í fólk, enda alveg ómögulegt að "tala" eingöngu við fólk í gegnum
tölvur (eru ekki allir sammála því)
- ætla núna að halda áfram að reyna að skilja tölfræði, en einhvernveginn þá vantar þau gen í mig.

Sunday, March 01, 2009

Jæja

Við erum kannski að fara að fjárfesta (eins og má sjá á fésinu), og ég er svo spennt og mér er nákvæmlega sama hversu gáfulegt öðrum finnst þetta. Við megum eyða okkar peningum eins og okkur sýnist, enda höfum við aldeilis unnið fyrir þeim (eða amk annað okkar ;))

Ef það er eitthvað sem mér leiðist þá eru það sterkar skoðanir annarra á fjárfestingunni, við erum aldeilis búin að hlusta á svoleiðis en látum það bara fara inn og út, inn og út, hahaha.

Þannig að hér eru bara þegin góðar og hlýlegar athugasemdir :)
Ef þær verða mjög hlýlegar þá er ykkur kannski boðið með í ferðalag á næstunni.

Sunday, February 22, 2009

Púff

Akkúrat núna er ég að velta því fyrir mér af hverju ég er í þessu námi.
Ég sat ásamt 2 öðrum í ca 6 klukkutíma á föstudaginn að slást við skilaverkefni, ekkert gekk.
Ég ákvað að vera duleg í dag og afþakka kvöldverðarboð (þau hin fóru) og sitja heima og reyna að skilja þetta, ekkert gekk.
Það er aldeilis fínt að vera búin að eyða um það bil 8 klukkutímum í þetta yndislega skilaverkefni og komast nákvæmlega EKKERT áleiðis.

Allur morgundagurinn fer líka í þetta því skiladagur er á þriðjudaginn. Ég er búin að fá pössun fyrir börnin til að geta eytt ÖLLUM deginum í þetta.....ARG og GARG.

Um 200 manns eru í þessum áfanga og allir sem ég hef hitt og spjallað við eru í sömu vandræðum og við.

Annað hvort erum við nemendurnir allir svona vitlausir eða verkefnið er alltof,alltof þungt. Ég kýs að velja það síðarnefnda.

Monday, February 09, 2009

Myndir





Ákvað að setja örfáar myndir hér inn þó ég hafi á tilfinningunni að fólk sé alveg hætt að lesa blogg, allir á facebook núna :)

Saturday, February 07, 2009

Þá er komið að því

Jæja þá er maður loksins að verða fullorðin ;)
Ég er á leiðinni í hárgreiðslu og förðun kl. hálfátta á laugardagsmorgni, haldið að það sé vit í þessu :S
Búin að þamba 2 kaffibolla og tek einn með mér í bílinn, annars gæti ég sofnað við stýrið.
Annars svaf ég ágætlega í nótt en fékk sms áðan frá brúðarmeyjunni að hún gæti ekki sofið, ég hélt að það ætti að vera öfugt.
En ætli það sé ekki best að fara að koma sér af stað í Hafnarfjörðinn, ég mæti aftur á sunnudaginn sem frú Viderö, hahaha

Saturday, January 24, 2009

Jæja gott fólk, þá er þorrinn hafinn og ég fer ekki á þorrablót í ár frekar en önnur ár. Af hverju veit ég ekki, því þetta eru yfirleitt skemmtilegar samkomur. Ég fer bara á næsta ári.....segir sú framtakslausa.
Við höfum það bara rólegt hér í 111, frumburðurinn er lasinn og nýtur (já ég held það nú) þess að liggja í rúminu og horfa á dvd. Jóhann og Tommi eru á þessari stundu að útbúa pizzu í kvöldmatinn og ég hangi í tölvunni eins og sannri húsmóður sæmir ;)

Allur undirbúningur fyrir stóra daginn er á lokastigi enda vinn ég eftir forláta Excel-skjali sem útbúið var fyrir óheyrilega mörgum mánuðum. Þar færi ég inn hverja einustu krónu sem greidd er út, allt sem þarf að kaupa og gera. Eins gott að ég gleymi ekki einhverju mikilvægu ;) Haldið að ég hafi lítið að gera fyrst ég hef tíma til að dunda mér við þetta hahaha.

Svo er orðið ótrúlega stutt í ferðina góðu til Tenerife, Tommi greyið tekur að sér fullt af aukaverkefnum til að bæta í ferðasjóðinn, en ég sit heima og hangi í tölvunni eins og góðri húsmóður sæmir hihihi.

Monday, January 19, 2009

"Borg óttans"

Af hverju er það svo í dag að fólk sem býr á landsbyggðinni getur ekki farið til Reykjavíkur, af hverju þarf það oft að nefna höfuðborgina okkar "Borg óttans"? Er fólkið svona hrætt við að fara úr sínu umhverfi? Er Reykjavík svona skelfileg?
Ég bý hér og er búin að gera það síðastliðin 14 ár og ég get ekki með nokkru móti skilið þetta, ég veit að sumir eru að grínast en mér finnst bara ansi margir vera farnir að nota þetta hugtak.
Ef það er svona skelfilegt að koma hingað, verið þá bara heima hjá ykkur hahaha.

Af börnunum er það helst að frétta að það yngra er allt í einu hætt með snuð, bleiu, vill ekki lengur sitja í barnastól, vill ekki nota plastdiska, vill ekki nota smábarnaglös og hermir ALLT eftir stóru systur sinni. Lilja Rós er hress að vanda, hún byrjaði í ballet á laugardaginn og var mjög ánægð í ballerínubúningnum sínum í fyrsta tímanum.

Annars er allt gott að frétta af okkur hjónleysunum, það styttist í stóra daginn og mjög líklega verð ég farin yfirum af stressi þá þannig að þið skemmtið ykkur bara án mín ;)

Tuesday, January 06, 2009

Gleðilegt ár

Þá er maður komin heim aftur eftir að hafa dvalið í góðu yfirlæti hjá Álfheiði systur á Eyjólfsstöðum. Börnin skemmtu sér vel, ég fékk góða hjálp við föndur, spiluðum bob(b) og pictionary og fleiri spil og hlógum mikið. Alveg eins og það á að vera.
Allar einkunnir eru komnar í hús, ég náði öllum prófunum en það má alltaf deila um hvort einkunnirnar hafi verið nógu háar :)
Skólinn hefst aftur 15.janúar en ég hef nóg að gera við að hanga í tölvunni, horfa á Bold, drekka kaffi og ýmislegt fleira.