Thursday, March 29, 2007

Við tórum....

Hæ,hæ,
Bara láta vita að ég er enn á lífi. Hér á heimilinu hafa verið veikindi í gangi, þegar Jóhann var búin þá tók Lilja Rós við og hún er ennþá lasin, búin að heimsækja barnaspítlalann einu sinni og líklega er næsta heimsókn ekki langt undan. Hún gerir þetta með stæl daman þegar hún verður veik ;)
Ég læt í mér heyra þegar þetta er allt gengið yfir sem verður vonandi fljótlega hennar vegna því hún er afskaplega slöpp litla greyið, (og mamman á nú bara "soldið" bágt líka)

Saturday, March 24, 2007

Gubbupestin komin í heimókn......

Jæja, maður getur ekki sloppið endalaust við frú gubbulínu.
Jóhann ákvað algjörlega upp á eigin spýtur að byrja á þessum ósköpum í nótt, og svo aftur í morgun. Þannig að það er afskaplega skemmtileg helgi framundan og þar sem ég veit að nú vill enginn koma í heimsókn þá eru öll skemmtileg símtöl og samtöl á msn vel þegin ;)

Wednesday, March 21, 2007

Jæja, ég er alveg að jafna mig á tölvumissinum, enda stuðningurinn hjá stelpunum í skólanum ómetanlegur.
Dagmamman er ennþá ólétt þannig að þetta er allt í ágætu lagi í dag að minnsta kosti.
Ég er búin að segja henni að ég voni að hún gangi 14 daga fram yfir og það eru ekki allir sammála um það að ég eigi að óska henni þess ;), en ég meina................á maður ekki alltaf að hugsa bara um sinn eigin hag. NOT!!
Nú fer að styttast í páska eins og allir vita og ég er búin að kaupa eitt páskaegg með bleikum unga ofan á, þið megið giska hver á að fá það.
Annars er svo sem ekkert að frétta af okkur, ég er í skólanum eða á þjóðarbókhlöðunni þegar tími gefst til og svo er ég heima hjá börnum og búi seinnipart dags og á kvöldin. Ofsalega tilbreytingamikið líf, uppgötvaði meira að segja um daginn að ég hef ekki farið út að kveldi til síðan 9.febrúar og ég er ekki að ýkja............og er heldur ekki að biðja um vorkunn :) . Fannst þetta bara svolítið fyndið.

Jæja, nú er ég búin að skrifa nóg um ekki neitt,

Jú eitt í viðbót, ef einhvern langar að fá mig og 2 börn í heimsókn um helgina endilega látið mig vita, er nefnilega ein heima alla helgina og nenni því ekki.

Saturday, March 17, 2007

Ekki heppin þessa dagana.......

Jæja, nú er ég næstum búin að fá nóg. Það er ekki nóg með að dagmamman er ófrísk og á að eiga eftir 3 daga, og eftir þann tíma kemst ég ekki meira í skólann, og prófin er að koma.
Haldið þið ekki að harði diskurinn á blessaðri fartölvunni hafi hrunið í dag.......allt horfið, öll verkefnin, allar glósurnar og ég endurtek PRÓFIN ERU AÐ KOMA!!!!!
Ein úr skólanum er reyndar búin að bjóðast til að redda mér, koma með tölvuna sína hingað heim svo ég geti prentað allt út og skrifað hennar glósur upp og auðvitað er það æðislegt af henni en "common", af hverju gat xxxxxxxx ekki hrunið eftir 2 mánuði?

Þá er ég búin að ausa úr mér og ætla að fara að byrja á skattaskýrslunni (gott að gamli hlunkurinn virkar enn)

Thursday, March 15, 2007

Vinsamlegast......

Jæja, nú er farið að styttast í gest númer 3000, endilega fá að vita hver það er.
Fíni teljarinn sem hún Svanfríður setti inn fyrir mig af því að ég nennti ekki að finna út hvernig á að gera það :), er efst til hægri á síðunni.
Alltaf svo dugleg......

Wednesday, March 14, 2007

Ágætu landsmenn.....

Við sitjum hér og horfum á Stubbana, alltaf jafn gaman að þeim, finnst ykkur það ekki?
Ég ætlaði að setja inn myndir en einhver bilun virðist vera í gangi þannig að ég kem þeim ekki inn, (það getur ekki verið mér að kenna, ha!!)

Gleymdi að segja það síðast að við erum búin að bóka sumarfríið, fyrsta utanlandsferð Viderö-fjölskyldunnar að renna upp. Eigum bókað með Norrænu frá Seyðisfirði þann 6.júní næstkomandi til Færeyja og þar ætlum við að dvelja í 2 vikur. Ég hlakka mikið til að hitta loksins fjölskyldu Tomma sem býr þarna úti. Ég er búin að vera í þessari fjölskyldu í tæp 11 ár og hef örfáa hitt.
Eins má nefna það að við erum að fara í fermingarveislu hjá frændfólki Tomma í móðurætt næstu helgi og ég hlakka mikið til. Hef einu sinni hitt þetta fólk og það verður bara gaman að hitta þau aftur.
Alltaf gaman þegar eitthvað er að gerast í fjölskyldunni.
Mín er svo langt í burtu að maður hittir þau örsjaldan ;)

Jæja það er best að fara að skella kartöflum og saltfiski í pottinn og bræða svo hamsatólgina....namminamm.

Saturday, March 10, 2007

Á maður að byrja aftur??

Bara að tékka hvort einhverjir eru að kíkja hér við ennþá.
Er svona að pæla í hvort maður á að byrja aftur að skrifa.

Annars er svo sem ekkert að frétta af okkur, bara brjálað að gera í skólanum og þá meina ég brjálað. Í fyrsta skipti á ævinni þá finn ég fyrir því að mig bráðvantar fleiri daga í vikuna, (klukkustundir eru ekki nóg)
Börnin dafna vel og eru nokkuð hress.

Kveðja,
Védís