Wednesday, March 21, 2007

Jæja, ég er alveg að jafna mig á tölvumissinum, enda stuðningurinn hjá stelpunum í skólanum ómetanlegur.
Dagmamman er ennþá ólétt þannig að þetta er allt í ágætu lagi í dag að minnsta kosti.
Ég er búin að segja henni að ég voni að hún gangi 14 daga fram yfir og það eru ekki allir sammála um það að ég eigi að óska henni þess ;), en ég meina................á maður ekki alltaf að hugsa bara um sinn eigin hag. NOT!!
Nú fer að styttast í páska eins og allir vita og ég er búin að kaupa eitt páskaegg með bleikum unga ofan á, þið megið giska hver á að fá það.
Annars er svo sem ekkert að frétta af okkur, ég er í skólanum eða á þjóðarbókhlöðunni þegar tími gefst til og svo er ég heima hjá börnum og búi seinnipart dags og á kvöldin. Ofsalega tilbreytingamikið líf, uppgötvaði meira að segja um daginn að ég hef ekki farið út að kveldi til síðan 9.febrúar og ég er ekki að ýkja............og er heldur ekki að biðja um vorkunn :) . Fannst þetta bara svolítið fyndið.

Jæja, nú er ég búin að skrifa nóg um ekki neitt,

Jú eitt í viðbót, ef einhvern langar að fá mig og 2 börn í heimsókn um helgina endilega látið mig vita, er nefnilega ein heima alla helgina og nenni því ekki.

5 comments:

Anonymous said...

ÉG veit að þetta er langsótt eeeen þið eruð velkomin hingað!!!!!

Anonymous said...

Það er nú styttra til mín og því raunhæfari möguleiki ... eða hvað???

Anonymous said...

Ennþá styttra til mín. Verið bara velkomin.

Anonymous said...

Viltu koma til mín og hjálpa mér að pakka??? Knús Heiðrún

Anonymous said...

Og Jóhann getur rifið upp úr kössunum aftur ;)
Védís