Monday, July 30, 2007

Allt í rólegheitunum

Jæja þá fer þessu rólegheita sumri að ljúka. Lilja Rós byrjuð aftur á leikskólanum eftir langt sumarfrí og Jóhann búin að vera í aðlögun í eina viku á sama leikskóla og gengur líka svona glimrandi vel. Hann er greinilega fegin að "losna" við mömmu sína og hitta börn, sérstaklega var hann glaður að fá skóflu og fötu í hönd og mokar nú af áfergju á hverjum degi.

Nú byrjar próflesturinn hjá mér af fullum krafti frá 8-5 á degi hverjum, og svona er ég nú dugleg fyrsta daginn, sit og blogga ;)

Svo er verið að plana utanlandsferð, allt ennþá mjög óljóst en ég er löngu farin af stað í huganum og nánast komin heim aftur með fulla poka af H&M fötum.
Það væru þá ég og Tommi sem myndum fara og jafnvel ein "hjón" með í för en þetta á allt eftir að koma í ljós. En mikið væri nú gaman ef af þessu yrði því mér finnst við alveg eiga skilið að komast tvö í burtu.

En það er best að fara að læra áður en samviskubitið fer með mig, vona að ég geti farið að setja inn myndir hvað á hverju.

4 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Það yrði flott ef þið kæmust út fyrir landsteinana.
Það er H&M hjá mér!

Anonymous said...

Góður Svanfríður!
Védís mín, þið bara farið út og njótið þess.

Védís said...

Hvor sys?

Anonymous said...

alf