Friday, February 01, 2008

Bara gaman...

Þessa dagana nóg í gangi hjá mér og bara gaman að því,
- ég keypti mér nýja fartölvu í dag, hún er lítil og nett (voðalega falleg)
- uppáhaldsfrændi hennar Lilju Rósar ætlar að gista hjá okkur næstu nótt
- bolludagur er framundan og ég ætla að borða nokkrar bollur af bestu lyst
- það er kannski eitthvað að gerast í barnapíumálum, kemst á hreint í næstu viku
- utanlandsferð er jafnvel á næsta leyti en það skýrist bráðum :)

Eina sem ég gæti helst kvartað undan er að það er skóli hjá mér KLUKKAN ÁTTA í fyrramálið (laugardagsmorgun), svona lagað ætti að banna, finnst ykkur það ekki??

5 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Bolludagur, hann er á sunnudaginn er það ekki?

Gott að barnapíumál eru máski að leysast.
Utanlandsferð, hvert gæti förinni verið heitið?

Anonymous said...

Gott að eiga nýja tölvu... til hamingju með hana ;) Vorkenni þér ekkert rosalega að þurfa að mæta í skólann. Gott að eitthvað er að rofa til í píumálum... og bara góða helgi. Kv. Gunna.

Anonymous said...

æði...ohhh mig langar líka í nýja tölvu og til útlanda en mig hefði ekki langað til að mæta í vinnu eða skóla klukkan 8.
Kv. Ragnhildur

Anonymous said...

Hey ég póstaði á þig, kíktu á það.
Hvernig væri að taka Rvk hitting, halda þetta mót í Rvk og nágrenni??
Kv Lilja Bj

Anonymous said...

Alltaf gaman ad fá nýja hluti og fara í ferdalög... minna gaman ad thurfa ad fara snemma á faetur á laugardögum ...

Sakna bolludagsins.... en baka alltaf bollur hérna í Sverige!!