Saturday, November 22, 2008

Brandari

Þetta finnst mér mjög fyndið. Vil nú samt taka það fram að ég er ekki á móti honum Davíð á nokkurn hátt, er ekki á móti hans flokki eða neitt svoleiðis. Finnst bara brandarinn fyndinn, vona að ég móðgi engan.
Gjörið svo vel, ég hló að minnsta kosti :)

Íslenskur lýtalæknir var staddur á ráðstefnu erlendis með kollegum sínum. Eftir langa og stranga dagskrá ráðstefnunnar héldu ráðstefnugestir á öldurhús og gerðu sér glaðan dag. Eftir því sem líða fór á kvöldið og nóttina þynntist hópurinn og loks sátu einungis þeir þaulsetnustu efir.
Þegar þeir höfðu ekkert meira að tala um fóru þeir að segja hetjusögur af þeim afrekum sem þeir höfðu unnið á skurðborðinu.

Bretinn sagði sögu af því að hann ásamt teymi sínu hafi tekið á móti sjúklingi sem missti hendina í prentsmiðju. Á sjúklinginn græddu þeir nýjan handlegg, lófa og fingur og eftir að hann kom til starfa aftur varð hann svo góður og öflugur verkmaður að hann vann á við 4 og því fóru þrír á atvinnuleysisskrá sem áður störfuðu hjá fyrirtækinu.

Rússneskum lækni fannst ekki mikið til þess koma og sagði frá manni sem lent hafði inn í kjarnaofni. Þeir fengu ekkert annað en hárið inn á skurðborðið til sín, græddu á það búk, höfuð og útlimi. Þessi maður var svo góður verkmaður þegar hann sneri aftur til starfa að hægt var að segja upp heilli vakt í kjarnorkuverinu, 9 manns fóru á atvinnuleysisskrá.

Íslenski læknirinn sagði iss við þessari sögu. Ég var einu sinni staddur niðri í Austurstræti og fann rosalega vonda prumpulykt. Ég veiddi hana í poka og brunaði með hana upp á Borgarspítala og skellti henni á skurðborðið. Við græddum á þetta búk, höfuð og útlimi og enduðum með að setja krullur ofan á þetta allt saman.
Úr þessu varð Davíð Oddsson og hann er á góðri leið með að setja alla þjóðina á atvinnuleysisskrá.

6 comments:

Anonymous said...

Var búin að sjá þetta og hló hátt og mikið. hahahahahahaha!!!!!!!!!!!!
Elfa

Ameríkufari segir fréttir said...

:)

Anonymous said...

hahaha hehehe hihihi
Góður þessi :D

Anonymous said...

Sit ein og hlae hér i vinnunni verst ad geta ekki sett hann yfir á saensku ,fólk vildi vita hvad var svona fyndid ,allt er ekki haegt ad "översätta".
Hafid tad gott
Ingibjörg

Anonymous said...

ha ha ha gódur :) takk fyrir sídast franka, mikid var gaman ad hitta thig og krakkana :)

Anonymous said...

ha ha ha gódur :) takk fyrir sídast franka, mikid var gaman ad hitta thig og krakkana :)