Saturday, January 24, 2009

Jæja gott fólk, þá er þorrinn hafinn og ég fer ekki á þorrablót í ár frekar en önnur ár. Af hverju veit ég ekki, því þetta eru yfirleitt skemmtilegar samkomur. Ég fer bara á næsta ári.....segir sú framtakslausa.
Við höfum það bara rólegt hér í 111, frumburðurinn er lasinn og nýtur (já ég held það nú) þess að liggja í rúminu og horfa á dvd. Jóhann og Tommi eru á þessari stundu að útbúa pizzu í kvöldmatinn og ég hangi í tölvunni eins og sannri húsmóður sæmir ;)

Allur undirbúningur fyrir stóra daginn er á lokastigi enda vinn ég eftir forláta Excel-skjali sem útbúið var fyrir óheyrilega mörgum mánuðum. Þar færi ég inn hverja einustu krónu sem greidd er út, allt sem þarf að kaupa og gera. Eins gott að ég gleymi ekki einhverju mikilvægu ;) Haldið að ég hafi lítið að gera fyrst ég hef tíma til að dunda mér við þetta hahaha.

Svo er orðið ótrúlega stutt í ferðina góðu til Tenerife, Tommi greyið tekur að sér fullt af aukaverkefnum til að bæta í ferðasjóðinn, en ég sit heima og hangi í tölvunni eins og góðri húsmóður sæmir hihihi.

7 comments:

Álfheiður said...

Ferðasjóðurinn er sameiginlegur er það ekki???

Védís said...

Ferðasjóðurinn, jújú allt sameiginlegt að sjálfsögðu. Þið komið bara með ykkar hluta ;)

Anonymous said...

Sönn húsmóðir, ojá svo sannarlega ertu það:-) Mér finnst svo agalega leiðinlegt að komast ekki í brúðkaupið, það var verið að seinka fluginu mínu þennan dag, gætu þið haft brúðkaupið klukkan 9 um morguninn svo ég komist??? ha ha ha
Hvar er svo gjafalistinn???
Vona að pizza þeirra feðga hafi verið góð....
Kv. Heiðrún frænka

Védís said...

Heiðrún, ég ætla ekki að útvarpa því á netinu hvar gjafalistinn er. Þú verður bara að spyrja aðra að því ef þú þarft að komast að því ;)

Anonymous said...

Blessud fraenka og takk fyrir spjallid um daginn :)

Mikid vaeri nú gaman ad geta verid med ykkur en svona er thad nú!`Èg vona ad ljósmyndarinn taki fullt af gódum myndum og ad okkur verdi sent nokkrar gódar :)
Hafdu thad sem allra best!

Álfheiður said...

Verður ekkert bloggað meira fyrr en á Góu?

Anonymous said...

nú nálgast stóri dagurinn ;)