Er stoltur Austfirðingur, gift Færeyingi og á tvö yndisleg börn sem sverja sig í báðar ættir (þó aðallega mína auðvitað:))
Tuesday, April 29, 2008
20 dagar....
Í dag eru bara 20 dagar þangað til við mæðgur förum til Spánar í sólina (vonandi verður sól). Ég var að telja þetta í gær, en þetta getur bara ekki staðist. 20 dagar er svo stuttur tími og á þessum tíma á ég eftir að taka 3 próf og fara í helgarferð til Egilsstaða. Hvernig getur þetta staðist, ég bara spyr??
Monday, April 21, 2008
Púff....
Jæja þá er ein hindrun yfirstigin, ég fór í munnlegt próf í morgun og lifði það af. Stóð mig reyndar ekkert afskaplega vel en einkunn kemur annað hvort á morgun eða hinn og þá veit ég þetta fyrir víst. Kennarinn var með rauð plastglös á borðinu ef við vildum fá vatn að drekka og ég fann þegar leið á prófið að ég varð alltaf líkari glösunum á litinn í framan.....hahaha (er ekki að grínast). Ég held að hún hafi vorkennt mér óskaplega, kannski fæ ég samúðarstig, (nei líklega ekki).
Svo eru verkefnin að koma til baka þessa dagana og einkunnir þar eru stórfínar þó ég segi sjálf frá, að minnsta kosti gleðja þær mitt litla hjarta sem sló óskaplega hratt í morgun í munnlega prófinu.
Svo eru verkefnin að koma til baka þessa dagana og einkunnir þar eru stórfínar þó ég segi sjálf frá, að minnsta kosti gleðja þær mitt litla hjarta sem sló óskaplega hratt í morgun í munnlega prófinu.
Wednesday, April 16, 2008
Jæja þá er sonurinn lagstur enn eina ferðina í vetur, ég bara skil ekki hvað er í gangi með þetta barn. Ég er sem sagt heima í dag, en kemst aftur í prófalestur á morgun því að Tommi ætlar að vera með hann heima á morgun og á föstudaginn ef þarf.
Annars er allt gott að frétta af okkur, fyrsta prófið hjá mér er næstkomandi mánudag og það er munnlegt og lifi ég það ekki af þá munuð þið væntanlega frétta fljótlega af því ;) (má reyndar tala íslensku í prófinu, sem betur fer því að annars færi ég ekki í það)
Svo styttist í þrítugsafmæli hjá stóru systur og svo Spánarferð strax á eftir, nóg að hlakka til :)
Annars er allt gott að frétta af okkur, fyrsta prófið hjá mér er næstkomandi mánudag og það er munnlegt og lifi ég það ekki af þá munuð þið væntanlega frétta fljótlega af því ;) (má reyndar tala íslensku í prófinu, sem betur fer því að annars færi ég ekki í það)
Svo styttist í þrítugsafmæli hjá stóru systur og svo Spánarferð strax á eftir, nóg að hlakka til :)
Thursday, April 10, 2008
Einhverjir eru að kvarta undan bloggleysi hjá mér en ástæðan fyrir því er afskaplega einföld: Ég hef nákvæmlega ekkert að segja ;)´
Ég lagði jú reyndar land undir fót síðasta föstudag ásamt Lilju Rós og Jóhanni, við keyrðum á Höfn og hittum þar Álfheiði systur og hennar börn, ömmu og afa og öll systkini pabba sem þar búa. Þetta var mjög góð ferð og það var alveg frábært að sjá hvað Árni Jökull og Lilja Rós eru góðir vinir. Eins var líka frábært að sjá hvað Katrín og Kristjana eru alltaf tilbúnar til að hjálpa mér með Jóhann hvort sem ég bið um það eða ekki. Takk stelpur fyrir alla hjálpina :)
Við keyrðum svo heim aftur á sunnudag og þá sá ég hvað ég á duglega stelpu, ég var nefnilega lasin og Lilja Rós gerði sér alveg grein fyrir því og hún sá alfarið um bróður sinn alla leiðina, gaf honum það sem hann vantaði og þess háttar. Ég þurfti ALDREI að stoppa alla þessa leið og geri aðrir betur (sem er reyndar ekki hægt) með tvö lítil börn. Þegar heim kom þá lagðist ég upp í rúm og þessi vika hefur farið í slappleika og verkefnavinnu. Verkefnum var skilað í dag og nú hefst bara prófalestur strax eftir helgi.
Ég er ein heima alla helgina (ein heima = ég og börnin), þannig að ef einhver vill bjóða okkur í kaffi eða bjóða sér í kaffi til mín endilega látið mig vita :)
Ég lagði jú reyndar land undir fót síðasta föstudag ásamt Lilju Rós og Jóhanni, við keyrðum á Höfn og hittum þar Álfheiði systur og hennar börn, ömmu og afa og öll systkini pabba sem þar búa. Þetta var mjög góð ferð og það var alveg frábært að sjá hvað Árni Jökull og Lilja Rós eru góðir vinir. Eins var líka frábært að sjá hvað Katrín og Kristjana eru alltaf tilbúnar til að hjálpa mér með Jóhann hvort sem ég bið um það eða ekki. Takk stelpur fyrir alla hjálpina :)
Við keyrðum svo heim aftur á sunnudag og þá sá ég hvað ég á duglega stelpu, ég var nefnilega lasin og Lilja Rós gerði sér alveg grein fyrir því og hún sá alfarið um bróður sinn alla leiðina, gaf honum það sem hann vantaði og þess háttar. Ég þurfti ALDREI að stoppa alla þessa leið og geri aðrir betur (sem er reyndar ekki hægt) með tvö lítil börn. Þegar heim kom þá lagðist ég upp í rúm og þessi vika hefur farið í slappleika og verkefnavinnu. Verkefnum var skilað í dag og nú hefst bara prófalestur strax eftir helgi.
Ég er ein heima alla helgina (ein heima = ég og börnin), þannig að ef einhver vill bjóða okkur í kaffi eða bjóða sér í kaffi til mín endilega látið mig vita :)
Wednesday, March 26, 2008
Af því að þið eruð svo dugleg að kvitta þá bara neyðist ég til að skrifa meira ;)
Ég var að rifja það upp áðan að núna er ca ár síðan:
- ég varð dagmömmulaus og var heima með Jóhann í um það bil 4 vikur
- tölvan mín hrundi og allt skóladótið hvarf (fékk það þó aftur seinna)
- Lilja Rós veiktist og endaði inn á spítala
Já það var sko stuð fyrir vorprófin í fyrra og ég fékk EKKI taugaáfall, hvað er ég þá að stressa mig núna þó að Jóhann sé búin að vera veikur í tvær vikur í þessum mánuði??
Ég var að rifja það upp áðan að núna er ca ár síðan:
- ég varð dagmömmulaus og var heima með Jóhann í um það bil 4 vikur
- tölvan mín hrundi og allt skóladótið hvarf (fékk það þó aftur seinna)
- Lilja Rós veiktist og endaði inn á spítala
Já það var sko stuð fyrir vorprófin í fyrra og ég fékk EKKI taugaáfall, hvað er ég þá að stressa mig núna þó að Jóhann sé búin að vera veikur í tvær vikur í þessum mánuði??
Thursday, March 20, 2008
Var að koma heim úr matarboði hjá tengdaforeldrum mínum í tilefni þess að hann tengdafaðir minn á afmæli í dag. Fengum ofsalega gott að borða og ég er gjörsamlega að springa.
Á morgun ætla svo þau að koma í mat til okkar og borða svínahamborgarhrygg.
Við fjölskyldan fórum rúmlega 10 í morgun að gefa öndunum brauð, ég var næstum dauð úr kulda en börnin skemmtu sér vel, Jóhann stóð fyrir framan svani sem voru stærri en hann og rétti þeim brauð og sagði ákafur "héddna, héddna". Lilja Rós sá hins vegar önd sem var með skakkan fót og vildi sko helst gefa henni af sínu brauði.
Á laugardag er svo fyrsta bíóferð frumburðarins, Jóhann fer til ömmu sinnar og afa en við Tommi ætlum að fara með dömuna á (vonandi) ágæta teiknimynd.
Í dag var svo ákveðið að ég fer með barn/börn á Höfn þann 4.apríl og Álfheiður systir ætlar að koma með sín börn, þar ætla ég að hitta hana Svanfríði frænku sem er þar nú stödd í heimsókn og að sjálfsögðu ætla ég að kíkja líka á ömmu og afa. Þetta verður án efa skemmtileg ferð, býst samt við að bílferðin verði minnst skemmtileg ;)
Hef ekki meira að segja í bili, ætla svo að reyna að setja inn myndir fljótlega.
Óska svo öllum gleðilegra páska.
Á morgun ætla svo þau að koma í mat til okkar og borða svínahamborgarhrygg.
Við fjölskyldan fórum rúmlega 10 í morgun að gefa öndunum brauð, ég var næstum dauð úr kulda en börnin skemmtu sér vel, Jóhann stóð fyrir framan svani sem voru stærri en hann og rétti þeim brauð og sagði ákafur "héddna, héddna". Lilja Rós sá hins vegar önd sem var með skakkan fót og vildi sko helst gefa henni af sínu brauði.
Á laugardag er svo fyrsta bíóferð frumburðarins, Jóhann fer til ömmu sinnar og afa en við Tommi ætlum að fara með dömuna á (vonandi) ágæta teiknimynd.
Í dag var svo ákveðið að ég fer með barn/börn á Höfn þann 4.apríl og Álfheiður systir ætlar að koma með sín börn, þar ætla ég að hitta hana Svanfríði frænku sem er þar nú stödd í heimsókn og að sjálfsögðu ætla ég að kíkja líka á ömmu og afa. Þetta verður án efa skemmtileg ferð, býst samt við að bílferðin verði minnst skemmtileg ;)
Hef ekki meira að segja í bili, ætla svo að reyna að setja inn myndir fljótlega.
Óska svo öllum gleðilegra páska.
Monday, March 17, 2008
Hvernig líst ykkur á þessi nöfn??
- Hildiglúmur Bambi
- Ljótur Ljósálfur
- Ormhildur Pollý
Nei ég bara spyr, því þetta eru nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt.
- Ljótur Ljósálfur
- Ormhildur Pollý
Nei ég bara spyr, því þetta eru nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt.
Friday, March 14, 2008
Pestabæli, próf og páskar
- Hlaupabólan er búin
- Lilja Rós er orðin lasin
- Tók próf í fjármálum í dag, og lofaði að ég myndi garga yfir bekkinn ef ég fengi átta (slepp pottþétt við það:))
- Þarf að mæta í skólann kl.8 í fyrramálið og taka þátt í kynningu um Landsvirkjun, ég ætla reyndar ekki að segja orð, það gæti liðið yfir mig :)
- Ég skilaði skattaframtalinu áðan og vona bara að bráðabirgðaútreikningur haldist
- Ég ætla að versla í páskamatinn um helgina (sluurp) og "skreyta" fyrir páskana
Hef ekki meira að segja í bili, ætla að horfa á "Bandið hans Bubba" og fara svo upp í rúm að horfa á NCIS. Keypti eina seríu á DVD um daginn og er forfallin, á orðið 3 seríur.
- Lilja Rós er orðin lasin
- Tók próf í fjármálum í dag, og lofaði að ég myndi garga yfir bekkinn ef ég fengi átta (slepp pottþétt við það:))
- Þarf að mæta í skólann kl.8 í fyrramálið og taka þátt í kynningu um Landsvirkjun, ég ætla reyndar ekki að segja orð, það gæti liðið yfir mig :)
- Ég skilaði skattaframtalinu áðan og vona bara að bráðabirgðaútreikningur haldist
- Ég ætla að versla í páskamatinn um helgina (sluurp) og "skreyta" fyrir páskana
Hef ekki meira að segja í bili, ætla að horfa á "Bandið hans Bubba" og fara svo upp í rúm að horfa á NCIS. Keypti eina seríu á DVD um daginn og er forfallin, á orðið 3 seríur.
Monday, March 10, 2008
Heima og letin bara eykst og eykst....
Í dag er fjórði dagur í bólu og Jóhann lítur bara ótrúlega vel út enn sem komið er.
Við skutluðum Lilju Rós í enn eitt afmælið áðan, vitlaust að gera í félagslífinu hjá henni, (amk miðað við mig ;))
Nú styttist í að Álfheiður systir kíki í kvöldmat til okkar, hún reyndar óskaði sérstaklega eftir því að fá mat sem ég bý ekki til, hmmmm hvernig á maður að túlka það :)
Annars er ekkert að frétta héðan, nema kannski jú að Lilja Rós getur ekki klætt sig sjálf í sokka því hún er með svo þunnar tær (hvað sem það nú þýðir)
Það svoleiðis vellur upp úr henni spekin þessa dagana.
Við skutluðum Lilju Rós í enn eitt afmælið áðan, vitlaust að gera í félagslífinu hjá henni, (amk miðað við mig ;))
Nú styttist í að Álfheiður systir kíki í kvöldmat til okkar, hún reyndar óskaði sérstaklega eftir því að fá mat sem ég bý ekki til, hmmmm hvernig á maður að túlka það :)
Annars er ekkert að frétta héðan, nema kannski jú að Lilja Rós getur ekki klætt sig sjálf í sokka því hún er með svo þunnar tær (hvað sem það nú þýðir)
Það svoleiðis vellur upp úr henni spekin þessa dagana.
Friday, March 07, 2008
.....
Dóttir mín er mikið að spá í dauðann þessar vikurnar. Hvers vegna, veit ég ekki, því engin sem við þekkjum hefur sagt skilið við þetta jarðlíf nýlega (sem betur fer).
Um daginn spurði hún mig upp úr þurru hvernig maður myndi drukkna, hvað myndi gerast.
Nokkrum dögum síðan kom ég að henni hágrátandi upp í rúmi og gat loksins dregið það upp úr henni að hún vildi að amma Sylvía myndi aldrei deyja. Því gat ég auðvitað ekki lofað en sagði henni að líklega yrði hún lengi í viðbót hjá okkur.
Áðan spurði hún mig hvort maður myndi deyja með tunguna út úr sér. Og oftar en ekki hefur hún sagt fólki frá langömmu og langafa sem eiga heima á Höfn en eru löngu "dauð". (Til að forðast allann misskilning þá eru þau sprelllifandi á Höfn).
Þetta er nú meiri pælingarnar hjá henni :)
En af okkur er annars allt gott að frétta, í dag er fyrsti í hlaupabólu hjá Jóhanni þannig að ég sé fram á þó nokkra inniveru næstu daga.
Annars er ég bara feginn að hann nældi sér í þetta því þá er þetta bara búið :)
Um daginn spurði hún mig upp úr þurru hvernig maður myndi drukkna, hvað myndi gerast.
Nokkrum dögum síðan kom ég að henni hágrátandi upp í rúmi og gat loksins dregið það upp úr henni að hún vildi að amma Sylvía myndi aldrei deyja. Því gat ég auðvitað ekki lofað en sagði henni að líklega yrði hún lengi í viðbót hjá okkur.
Áðan spurði hún mig hvort maður myndi deyja með tunguna út úr sér. Og oftar en ekki hefur hún sagt fólki frá langömmu og langafa sem eiga heima á Höfn en eru löngu "dauð". (Til að forðast allann misskilning þá eru þau sprelllifandi á Höfn).
Þetta er nú meiri pælingarnar hjá henni :)
En af okkur er annars allt gott að frétta, í dag er fyrsti í hlaupabólu hjá Jóhanni þannig að ég sé fram á þó nokkra inniveru næstu daga.
Annars er ég bara feginn að hann nældi sér í þetta því þá er þetta bara búið :)
Sunday, March 02, 2008
Jæja þá er mars genginn í garð, páskar á næsta leyti, rosalega líður þetta hratt.
Þetta er búin að vera góð helgi, fengum heimsóknir bæði í gær og í dag og hér var mikið stuð.
Börnin eru bæði frekar þreytt, en Jóhann situr stjarfur núna yfir Múmínálfunum.
Ég er að fara í Kringluna í fyrramálið að kaupa mér skó, LOKSINS, það er nefnilega gat á mínum og ég er alltaf blaut í fæturna þessa dagana. Ætla meira að segja að kíkja á nokkrar flíkur líka (suss, ekki segja Tomma :))
Þetta er búin að vera góð helgi, fengum heimsóknir bæði í gær og í dag og hér var mikið stuð.
Börnin eru bæði frekar þreytt, en Jóhann situr stjarfur núna yfir Múmínálfunum.
Ég er að fara í Kringluna í fyrramálið að kaupa mér skó, LOKSINS, það er nefnilega gat á mínum og ég er alltaf blaut í fæturna þessa dagana. Ætla meira að segja að kíkja á nokkrar flíkur líka (suss, ekki segja Tomma :))
Friday, February 29, 2008
Þetta er bara snilld
Endilega kíkið á þetta, þetta er bara snilld. Vildi að ég hefði vitað af þessu fyrr ;)
http://visir.is/article/20080229/LIFID01/80229067
http://visir.is/article/20080229/LIFID01/80229067
Thursday, February 28, 2008
Nýtt útlit
Jæja ég hafði mig loksins í það að setja inn tengla á ýmsar heimasíður hér, og eins að breyta um útlit. Það er nauðsynlegt fyrir mig að gera það annað slagið :)
Af okkur er í raun ekkert að frétta, allt gengur sinn vanagang. Okkur sárvantar ennþá barnapíu. Ef einhver veit um góða stelpu endilega hafa samband við mig, ég er tilbúin að borga vel að mínu mati, en samt ekki 1.250 kr. á tímann eins og ein vildi ;) (vantar bara pössun til 13.maí, ekki næstu 50 árin)
Próftafla kom í dag og ég er hæstánægð, er í prófi 30.apríl, 3.maí og svo 13.maí.
Reyndar er eitt munnlegt próf líka en ég fæ að vita seinna hvenær það verður.
Af okkur er í raun ekkert að frétta, allt gengur sinn vanagang. Okkur sárvantar ennþá barnapíu. Ef einhver veit um góða stelpu endilega hafa samband við mig, ég er tilbúin að borga vel að mínu mati, en samt ekki 1.250 kr. á tímann eins og ein vildi ;) (vantar bara pössun til 13.maí, ekki næstu 50 árin)
Próftafla kom í dag og ég er hæstánægð, er í prófi 30.apríl, 3.maí og svo 13.maí.
Reyndar er eitt munnlegt próf líka en ég fæ að vita seinna hvenær það verður.
Thursday, February 21, 2008
Vegamót
Ég komst að því í gærkvöldi að ég fer of sjaldan niður í bæ. Ég var búin að mæla mér mót við tvær vinkonur á Vegamótum klukkan hálfátta í gærkvöldi. Ég lagði af stað heiman frá mér um 19:10 full bjartsýni að 20 mínútur væru meira en nóg að keyra niður eftir og finna stæði. En nei ó nei það tók mig rúmlega 20 mínútur að finna bílastæði. Og það var nú ekki allt, ég ók allar þessar götur fram og til baka, innakstur var bannaður á fimm sekúndna fresti og ég keyrði í allar áttir að mér fannst. En svo loksins var ég nú komin á rétt ról, var á Bergþórugötunni, og svo á Frakkastíg og þá vissi ég nú alveg í hvaða átt ég átti að fara og fór þá leið. Var sko alveg að koma að Vegamótum (á Vegamótastíg) þegar fröken Hallgrímskirkja birtist, talandi um að vera áttavilltur :)
En þetta tókst að lokum og kvöldið var gott, maturinn góður og mikið hlegið.
En þetta tókst að lokum og kvöldið var gott, maturinn góður og mikið hlegið.
Saturday, February 16, 2008
Góður dagur :)
Þetta er aldeilis búinn að vera fínn laugardagur. Byrjaði reyndar á því að ég komst ekki í skólann þar sem "barnapían" hefur ekki svarað í símann í tæpa viku, hún mætti ekki heldur í heimsóknina til okkar þannig að mig grunar sterklega að hún ætli ekki að passa fyrir okkur en hafi ekki nægilegan manndóm í sér til að segja okkur það. (miklu betra bara að láta sig "hverfa").
En Lilju Rós var boðið í afmæli í Ævintýralandi Kringlunnar í dag, þannig að ég fór þangað með börnin rétt eftir hádegi að kaupa afmælisgjöf, hún fór svo í afmælið og við Jóhann héldum upp í Grafarvog þar sem ég og tvær aðrar úr Háskólanum hittumst með börnin. Þar var okkur boðið upp á vöfflur, kex og osta. Held að Jóhanni hafi tekist að borða næstum heilan pakka af Tuc-saltkexi, en hann hefur alltaf verið mikill áhugamaður um saltkex ;)
Núna erum við komin heim og börnin sitja og horfa á Lísu í undralandi í prúðuleikaraformi.
Nú styttist í að mamma og pabbi komi í bæinn, og sömuleiðis Elfa og Jói, alltaf gaman að fá EGS-fólkið í heimsókn, og ekki má gleyma því að góð frænka frá Ameríku kemur bráðum og ég vona svo sannarlega að hún gefi sér tíma til að hitta okkur, ég gæti kannski boðið henni í steiktar kjötbollur.
Svo lofaði ég víst að vera með í skipulagningu endurfunda míns árgangs, hefði betur sleppt því, hef nákvæmlega engan tíma í þetta núna, en það verður að hafa það. Verð að fara að standa við gefin loforð og fara að hringja í fólk.
En Lilju Rós var boðið í afmæli í Ævintýralandi Kringlunnar í dag, þannig að ég fór þangað með börnin rétt eftir hádegi að kaupa afmælisgjöf, hún fór svo í afmælið og við Jóhann héldum upp í Grafarvog þar sem ég og tvær aðrar úr Háskólanum hittumst með börnin. Þar var okkur boðið upp á vöfflur, kex og osta. Held að Jóhanni hafi tekist að borða næstum heilan pakka af Tuc-saltkexi, en hann hefur alltaf verið mikill áhugamaður um saltkex ;)
Núna erum við komin heim og börnin sitja og horfa á Lísu í undralandi í prúðuleikaraformi.
Nú styttist í að mamma og pabbi komi í bæinn, og sömuleiðis Elfa og Jói, alltaf gaman að fá EGS-fólkið í heimsókn, og ekki má gleyma því að góð frænka frá Ameríku kemur bráðum og ég vona svo sannarlega að hún gefi sér tíma til að hitta okkur, ég gæti kannski boðið henni í steiktar kjötbollur.
Svo lofaði ég víst að vera með í skipulagningu endurfunda míns árgangs, hefði betur sleppt því, hef nákvæmlega engan tíma í þetta núna, en það verður að hafa það. Verð að fara að standa við gefin loforð og fara að hringja í fólk.
Friday, February 08, 2008
Smá "update"
Jæja gott fólk ef það er ennþá einhver sem les þetta.
Það er svo sem ekkert að frétta af okkur nema að það kemur dama að heimsækja okkur í byrjun næstu viku og hún stefnir á að verða barnapían okkar :) (Takk Halla fyrir að redda mér). Vonandi líst henni bara vel á okkur og ákveður að passa.
Ég er búin að bóka ferð fyrir mig, tengdó og Lilju Rós til Spánar, farið verður seinnipartinn í maí og dvalið í viku. Ástæða þessarar ferðar er sú að tengdó á eina hálfsystur á Englandi og eina á Spáni. Þær þrjár hafa ákveðið að hittast (Sylvía hefur bara hitt aðra þeirra) og þar sem tengdó talar ekki ensku þá fer ég með sem túlkur ;). Ákvað að kippa LR með, hún hefur bara gaman af því að fá að "eiga" mömmu sína Jóhannslausa í eina viku.
Langar svo bara að enda þennan pistil á einni spurningu:
Hvað er málið með föstudaga í janúar og febrúar, ég er fjúkandi hér um allt þessa dagana. Rann í dag nokkra metra hér á bílastæðinu og ákvað þar af leiðandi að fá aðstoðarmanneskju til að sækja börnin á leikskólann, (Takk fyrir það Gunna).
P.S. Ég læri greinilega ekki að reynslunni, fór á háhæluðu kuldaskónum aftur í skólann í dag og held að ég hafi helst líkst mörgæs þegar ég var að labba að bílnum mínum í dag í hálkunni :)
Það er svo sem ekkert að frétta af okkur nema að það kemur dama að heimsækja okkur í byrjun næstu viku og hún stefnir á að verða barnapían okkar :) (Takk Halla fyrir að redda mér). Vonandi líst henni bara vel á okkur og ákveður að passa.
Ég er búin að bóka ferð fyrir mig, tengdó og Lilju Rós til Spánar, farið verður seinnipartinn í maí og dvalið í viku. Ástæða þessarar ferðar er sú að tengdó á eina hálfsystur á Englandi og eina á Spáni. Þær þrjár hafa ákveðið að hittast (Sylvía hefur bara hitt aðra þeirra) og þar sem tengdó talar ekki ensku þá fer ég með sem túlkur ;). Ákvað að kippa LR með, hún hefur bara gaman af því að fá að "eiga" mömmu sína Jóhannslausa í eina viku.
Langar svo bara að enda þennan pistil á einni spurningu:
Hvað er málið með föstudaga í janúar og febrúar, ég er fjúkandi hér um allt þessa dagana. Rann í dag nokkra metra hér á bílastæðinu og ákvað þar af leiðandi að fá aðstoðarmanneskju til að sækja börnin á leikskólann, (Takk fyrir það Gunna).
P.S. Ég læri greinilega ekki að reynslunni, fór á háhæluðu kuldaskónum aftur í skólann í dag og held að ég hafi helst líkst mörgæs þegar ég var að labba að bílnum mínum í dag í hálkunni :)
Friday, February 01, 2008
Bara gaman...
Þessa dagana nóg í gangi hjá mér og bara gaman að því,
- ég keypti mér nýja fartölvu í dag, hún er lítil og nett (voðalega falleg)
- uppáhaldsfrændi hennar Lilju Rósar ætlar að gista hjá okkur næstu nótt
- bolludagur er framundan og ég ætla að borða nokkrar bollur af bestu lyst
- það er kannski eitthvað að gerast í barnapíumálum, kemst á hreint í næstu viku
- utanlandsferð er jafnvel á næsta leyti en það skýrist bráðum :)
Eina sem ég gæti helst kvartað undan er að það er skóli hjá mér KLUKKAN ÁTTA í fyrramálið (laugardagsmorgun), svona lagað ætti að banna, finnst ykkur það ekki??
- ég keypti mér nýja fartölvu í dag, hún er lítil og nett (voðalega falleg)
- uppáhaldsfrændi hennar Lilju Rósar ætlar að gista hjá okkur næstu nótt
- bolludagur er framundan og ég ætla að borða nokkrar bollur af bestu lyst
- það er kannski eitthvað að gerast í barnapíumálum, kemst á hreint í næstu viku
- utanlandsferð er jafnvel á næsta leyti en það skýrist bráðum :)
Eina sem ég gæti helst kvartað undan er að það er skóli hjá mér KLUKKAN ÁTTA í fyrramálið (laugardagsmorgun), svona lagað ætti að banna, finnst ykkur það ekki??
Monday, January 28, 2008
New Kids on the Block
Ég var að heyra á Bylgjunni að New Kids on the Block eru að koma saman aftur. Svanfríður heyrirðu það?? Við vorum nú ekki lítið skotnar í þeim hérna um árið. Vorum sannfærðar um að þeir væru að horfa á okkur af plakötunum og svona, hihi.
Þeir eru víst búnir að opna vefsíðuna aftur og hvaðeina.
Eru ekki allir að missa sig úr spenningi núna....
Þeir eru víst búnir að opna vefsíðuna aftur og hvaðeina.
Eru ekki allir að missa sig úr spenningi núna....
Saturday, January 26, 2008
Sýkingadagur
Þegar ég sótti Lilju Rós á leikskólann á miðvikudaginn þá fór hún að spyrja mig hvenær "sýkingadagurinn" væri. Eins og þið getið flest ímyndað ykkur þá gat ég EKKI svarað þessu. En hún hélt fast við þetta og sagðist meira að segja vera búin að búa til "sýkingakórónu".
Ég sagðist ekki vita hvað þetta væri, en ég veit það núna...........
Ég sagðist ekki vita hvað þetta væri, en ég veit það núna...........
Friday, January 25, 2008
Góð byrjun á deginum...
Dagurinn byrjaði að sjálfsögðu á því að koma börnunum á leikskólann, Jóhanni var nú ekki vel við haglélið sem þurfti endilega að lemja hann meðan hann var úti, en jafnaði sig nú fljótt.
Þar sem ég þurfti að mæta í tíma kl.08:20 þá dreif ég mig af stað frá leikskólanum um áttaleytið. Ferðin gekk ótrúlega vel miðað við skafrenning, og ég var bara 40 mínútur á leiðinni :)
Ég fann mér ágætis bílastæði sem var þó talsvert frá kennsluhúsinu þannig að ég barðist við rokið en komst að lokum inn í Odda úfin og rjóð í kinnum með þunga tölvutösku á annarri öxlinni og risavaxna bók í fanginu. Ég labbaði talsvert langan gang þar til ég kom að kennslustofunni, (þarna var klukkan um 08:40), þegar ég opna dyrnar inn í hana blasir við mér hálffull stofa af nemendum en enginn kennari. Ég fæ mér sæti en heyri svo fljótlega að kennarinn er staðsettur í Háskólabíói og er að kenna nokkrum þar. Einhver misskilningur á ferðinni þarna ;)
Ég ákvað að rölta í "góða veðrinu" yfir í Háskólabíó. Þessi gönguferð byrjaði svo sem ágætlega, ég rogaðist með farangurinn út úr Odda, framhjá Árnagarði, yfir Suðurgötuna þar sem ég fauk á einn skafl. Þá var ég komin á bílaplanið hjá Háskólabíói og gekk sú ferð með ágætum, en þá gerðist það......þegar ég var næstum komin að Háskólabíói þá þurfti ég fyrir það fyrsta að labba yfir ruðning til að komas upp á gangstétt, ég steig full bjartsýni upp á ruðningin í háhæluðu kuldaskónum mínum (stupid, I know), og bjóst við að sökkva upp að hnjám, en nei,nei, þetta var þá GLERharður ruðningur með svona líka fínu svelli þannig að ég rann á fullri ferð með hendurnar í allar áttir niður á gangstéttina. Náði samt sem betur fer að halda mér á fótunum. Næsta sem ég vissi var að það kom vindhviða og ég bókstaflega FAUK, en sem betur fer greip handrið mig.
Ég stóð í ca 10 sek. upp við handriðið og hugsaði með mér hvað í veröldinni ég ætti nú að gera, en þá kom þessi líka yndislegi samnemandi minn (maður um fimmtugt), rétti mér hendina og sagði, "á ég að hjálpa þér". Ég tók í höndina á honum, leið eins og ég væri fimm ára og hann leiddi mig inn.
Sem betur fer fékk ég far til baka yfir í Odda þegar þessari kennslustund lauk :)
Þar sem ég þurfti að mæta í tíma kl.08:20 þá dreif ég mig af stað frá leikskólanum um áttaleytið. Ferðin gekk ótrúlega vel miðað við skafrenning, og ég var bara 40 mínútur á leiðinni :)
Ég fann mér ágætis bílastæði sem var þó talsvert frá kennsluhúsinu þannig að ég barðist við rokið en komst að lokum inn í Odda úfin og rjóð í kinnum með þunga tölvutösku á annarri öxlinni og risavaxna bók í fanginu. Ég labbaði talsvert langan gang þar til ég kom að kennslustofunni, (þarna var klukkan um 08:40), þegar ég opna dyrnar inn í hana blasir við mér hálffull stofa af nemendum en enginn kennari. Ég fæ mér sæti en heyri svo fljótlega að kennarinn er staðsettur í Háskólabíói og er að kenna nokkrum þar. Einhver misskilningur á ferðinni þarna ;)
Ég ákvað að rölta í "góða veðrinu" yfir í Háskólabíó. Þessi gönguferð byrjaði svo sem ágætlega, ég rogaðist með farangurinn út úr Odda, framhjá Árnagarði, yfir Suðurgötuna þar sem ég fauk á einn skafl. Þá var ég komin á bílaplanið hjá Háskólabíói og gekk sú ferð með ágætum, en þá gerðist það......þegar ég var næstum komin að Háskólabíói þá þurfti ég fyrir það fyrsta að labba yfir ruðning til að komas upp á gangstétt, ég steig full bjartsýni upp á ruðningin í háhæluðu kuldaskónum mínum (stupid, I know), og bjóst við að sökkva upp að hnjám, en nei,nei, þetta var þá GLERharður ruðningur með svona líka fínu svelli þannig að ég rann á fullri ferð með hendurnar í allar áttir niður á gangstéttina. Náði samt sem betur fer að halda mér á fótunum. Næsta sem ég vissi var að það kom vindhviða og ég bókstaflega FAUK, en sem betur fer greip handrið mig.
Ég stóð í ca 10 sek. upp við handriðið og hugsaði með mér hvað í veröldinni ég ætti nú að gera, en þá kom þessi líka yndislegi samnemandi minn (maður um fimmtugt), rétti mér hendina og sagði, "á ég að hjálpa þér". Ég tók í höndina á honum, leið eins og ég væri fimm ára og hann leiddi mig inn.
Sem betur fer fékk ég far til baka yfir í Odda þegar þessari kennslustund lauk :)
Subscribe to:
Posts (Atom)