Jæja er ekki komin tími á að setja eitthvað hér inn?
Hér var haldin afmælisveisla í tilefni þriggja ára afmælis Lilju Rósar síðastliðinn sunnudag og fór hún bara nokkuð vel fram. Ég gerðist nú svo djörf að panta afmælisköku, nennti ekki að baka hana sjálf og skammast mín ekkert fyrir það, heimavinnandi húsmóðirinn.
Jóhann ákvað svo að fá sína fyrstu tönn á sjálfan kvenréttindadaginn (heitir hann það ekki annars), gott hjá honum.
Svo er komið að aðalfréttinni.
Ég fór í vinnuna mína í dag og sagði upp, já þið lásuð rétt, ég sagði upp.
Ég er að fara í viðskiptafræði í Háskóla Íslands í haust og ætla mér að útskrifast þaðan með BS próf eftir þrjú ár. Uppsögnin gekk vel og best var að yfirmaður minn vill endilega að ég hafi samband við hann í haust þegar ég er byrjuð og vinni aðeins með skólanum ef ég treysti mér til. Eru það ekki fín meðmæli frá honum að vilja ekki missa mig alveg? Það held ég nú.
En þetta er nóg í bili, kallinn var að koma heim úr vinnu og situr og snæðir kaldan kvöldverð. Best að spjalla við hann.
Hafið það gott þangað til næst