Wednesday, June 22, 2011

SÆLL!!!

Það tók mig ca 2 klukkutíma að komast hér inn aftur, var löngu búin að gleyma lykilorði en það sannaðist að allt er hægt á þrjóskunni og þrautseigjunni :)
Ég veit ekki hvort nokkur kíkir hér inn en engu að síður þá langar mig að skrifa hér inn aftur.
Ýmislegt hefur á daga okkar drifið síðan síðast, ég hef lokið námi og starfa sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Arion banka og finnst það skemmtilegt enda ekki annað hægt þegar maður starfar með jafn skemmtilegu og hressu fólki. Við erum flutt úr Breiðholtinu og búum núna í Garðabæ og allir eru sáttir við þau skipti. Tommi starfar í veiðibúð og þeir sem þekkja til geta rétt ímyndað sér hvað það passar vel við hann.
Börnin eru hress og kát og hafa eignast vini á nýja staðnum og ótrúlegt þá er litla barnið mitt að hefja skólagöngu næsta haust.
Ég læt þetta duga í bili, en aldrei að vita nema maður fari að básúna öllu hér og geyma myndir, þ.e. ef ég kemst nokkurn tíma aftur hér inn :)

Sunday, November 01, 2009

Tékk

Er ekki allir löngu hættir að kíkja hér við?

Saturday, April 18, 2009

Við erum komin heim eftir góða ferð til Tenerife. Allir sælir og ánægðir :)
Ég hef hugsað mér að taka mér frí frá þessu bloggi enda langflestir hættir að lesa (amk kvitta), sjáumst á fésinu þangað til ég byrja aftur ;)

Sunday, April 12, 2009

Tenerife

Jæja, loksins - mín komin með nettengingu á hótelherbergið, (reyndar bara í einn sólarhring).
Við höfum aldeilis haft það gott, þó sumir hafi nær drukknað (Álfheiður), aðrir nær dottið sig í hel (Ég), og einhverjir orðið skelkaðir á WC (Elfa).
Þetta er búin að vera mjög góð ferð, LR er með afrískar fléttur í hárinu og afskaplega ánægð með sjálfa sig, hún fékk "Ipod" í dag, eða Iwin réttara sagt, Tommi fékk PSP og þá eru allir glaðir, ekki satt?

Ég fór í frábæra gönguferð í síðustu viku þar sem við gengum nokkur saman upp eitt stykki gil, þar var svo fallegt og gaman að koma þangað. Við erum einnig búin að fara í vatnagarð og dýragarð, búum nánast á ströndinni og McDonalds börnunum mínum til mikillar ánægju :)

Við ætlum að heimsækja vatnagarðinn aftur á mánudaginn og þá ætla Jóhann og Lilja Rós væntanlega að lulla aftur á 0.000001 km hraða niður rennibrautirnar hahaha. Hraðar fara þau nú ekki, annað en ég og foreldrar mínir sem létu sig hafa það að fara í nokkrar brautir í vikunni.
Þeir sem mig þekkja, vita að það er nokkuð afrek út af fyrir sig að ná mér í vatn, enda var það hún systir mín góða (Á) sem plataði mig í þær hehe, en gaman var það.

Saturday, March 21, 2009

9 dagar....

Já nú er bara rúmlega vika í Tenerife, mér finnst ég eiga eftir að gera svo mikið þangað til við förum en þetta verður bara allt að hafast, 2 próf framundan og 2 hópaverkefni eiga að skilast meðan ég er úti, en ég er í hópum með góðu fólki sem tekur tillit til þess ef það verður hægt. Það verður hins vegar að koma í ljós þegar nær dregur.
Ég ákvað að fara ekki á Austfirðingaball í kvöld, er hins vegar boðin í heimsókn en ég get svo svarið það að ég er að hugsa um að sitja heima og fara snemma að sofa þar sem elskulegur sonur minn vakti mig kl.04:40 í "morgun".
Börnin eru hjá ömmu sinni í nótt, (ekki báðum við um það), mér finnst við bara alltaf vera barnlaus núna, þetta er alveg í annað eða þriðja skiptið á þessu ári :)
Morgundagurinn mun fara í að læra (en ekki hvað), maður verður að njóta þess að vera barnlaus ;)

Friday, March 13, 2009

Sjáið hvað ég á flottar frænkur :)

Ég tók þessa mynd af blogginu hjá stóru systur, vona að það hafi verið í lagi.

Monday, March 09, 2009

Ég...

- fór í bíó í gær í fyrsta skipti í tæp fjögur ár (fyrir utan eina hundleiðinlega barnamynd)
- fer kannski út að borða með góðum og "gömlum" vinkonum á miðvikudaginn :)
- er að reyna að vera duglegri að drífa mig út (eins og sést hér fyrir ofan), þannig að endilega
hringja ef ykkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug
- tel niður dagana þangað til við förum til Tenerife, í dag eru bara 22 dagar :)
- ætla að vera duglegri að hringja í fólk, enda alveg ómögulegt að "tala" eingöngu við fólk í gegnum
tölvur (eru ekki allir sammála því)
- ætla núna að halda áfram að reyna að skilja tölfræði, en einhvernveginn þá vantar þau gen í mig.