Friday, April 27, 2007

Törnin um það bil hálfnuð

Bara svona rétt að láta vita af mér.
Ég bý á Þjóðarbókhlöðunni sem staðsett er vestur í bæ, ágætis fæði þar og svona. Sef samt ennþá í Breiðholtinu en hver veit, kannski fer ég bara að sofa í bílnum :)

Tvö próf búin og þrjú eftir, samt eiginlega þrjú búin því í morgun var eitt tvískipt próf sem var í fjóra klukkutíma. (eitt í tvo og svo annað í aðra tvo)

Er núna að fara á leikskólann til Lilju Rósar en það er opið hús í dag, boðið upp á kaffi og góðgæti og öll verk barnanna eru til sýnis, alltaf gaman að þessum degi.
Svo er tiltektardagur hjá blokkinni á morgun hér á svæðinu fyrir utan og að sjálfsögðu vona ég að það verði nú ekki rok og rigning en maður veit aldrei hér í bænum.
Afmæli á sunnudag - það er bara brjálað að gera.

Næsta próf á miðvikudag í næstu viku þannig að lærdómur hefst strax í kvöld.

Þangað til næst.....

Tuesday, April 17, 2007

Friday, April 13, 2007

Vantar aðstoð

Er einhver góðhjartaður sem vill "ættleiða" 2 einstaklega þæg börn (;)) núna um helgina og svo aftur næstu helgi svo ákveðin móðir geti farið að læra undir próf sem by the way byrja mánudaginn eftir rúma viku.

Svör óskast hér á bloggið............................

Monday, April 09, 2007

Yndislegir páskar




Góðan dag og gleðilega hátíð,
Þetta hafa verið fínir dagar undanfarið, og við höfum borðað páskaegg, gefið öndum brauð og týnt skeljar í fjörunni. Í dag á svo að heimsækja húsdýragarðinn ef hann hangir þurr. (ég er alltaf jafn jákvæð þegar kemur að veðrinu í Reykjavík ;) )
Vona að allir hafi átt góða daga eins og við.

Tuesday, April 03, 2007

Páskar framundan

Óska öllum sem lesa þetta gleðilegra páska, og vona að allir borði mörg páskaegg og góðan mat yfir hátíðirnar. Það ætla ég að gera.