Monday, July 30, 2007

Allt í rólegheitunum

Jæja þá fer þessu rólegheita sumri að ljúka. Lilja Rós byrjuð aftur á leikskólanum eftir langt sumarfrí og Jóhann búin að vera í aðlögun í eina viku á sama leikskóla og gengur líka svona glimrandi vel. Hann er greinilega fegin að "losna" við mömmu sína og hitta börn, sérstaklega var hann glaður að fá skóflu og fötu í hönd og mokar nú af áfergju á hverjum degi.

Nú byrjar próflesturinn hjá mér af fullum krafti frá 8-5 á degi hverjum, og svona er ég nú dugleg fyrsta daginn, sit og blogga ;)

Svo er verið að plana utanlandsferð, allt ennþá mjög óljóst en ég er löngu farin af stað í huganum og nánast komin heim aftur með fulla poka af H&M fötum.
Það væru þá ég og Tommi sem myndum fara og jafnvel ein "hjón" með í för en þetta á allt eftir að koma í ljós. En mikið væri nú gaman ef af þessu yrði því mér finnst við alveg eiga skilið að komast tvö í burtu.

En það er best að fara að læra áður en samviskubitið fer með mig, vona að ég geti farið að setja inn myndir hvað á hverju.

Thursday, July 19, 2007

Yndislegt að....

--vera á Blönduósi, takk fyrir okkur Maja og Sighvatur (Jóhann er ennþá að leita að Tinna)

--koma heim aftur

--sjá nýja ísskápinn á sínum stað

--sjá þann gamla í Sorpu

--búið sé að laga lekann í þvottavélinni (sem búin er að standa yfir í tæp 2 ár, segið svo að ég sé óþolinmóð ;))

--geta sturtað niður aftur (klósettið var sko bilað)

--hafa getað eytt hálfu sumrinu með börnunum

--vera búin að vera svona dugleg að læra í sumar (Magnea og Hilla vita um hvað ég er að tala, já og Harpa kannski líka)

--vera til

Eru ekki allir sammála??

Monday, July 09, 2007

Endalaus þeytingur á manni ;)

Ég er farin á Blönduós, kem aftur eftir nokkra daga.
Hafið það öll gott!!

Thursday, July 05, 2007

"frí"

Barnlaus í kvöld, hálfbarnlaus annað kvöld og barnlaus á laugardagskvöldið. OHHHHH, þvílíkur munur gott fólk ;)

Sunday, July 01, 2007

Loksins...

Ég var að kaupa ísskáp í dag, en það mun vera fyrsti ísskápurinn sem er í eigu okkar Tomma.
Gripurinn kemur í hús á morgun og ég hlakka svo mikið til, sérstaklega hlakka ég til að losna við garminn sem við erum með.