Jæja, þá er allt að falla í ljúfa löð aftur. Ég er búin í prófum og þrjár einkunnir komnar, (so far, so good), bíð ennþá eftir þeirri síðustu. Fór austur í afmæli til Álfheiðar systur um miðjan maí og það var bara gaman þrátt fyrir slappleika hjá mér, hef sjaldan hlegið eins mikið þegar "skrautið" var sett upp og sungið með það. Elfa systir verður að senda mér myndir svo ég geti sett það hingað inn.
Við Lilja Rós héldum svo til Spánar ásamt tengdó 19.maí og vorum þar í viku (komum heim í gær). Það var yndisleg ferð, gaman að sjá þá stuttu (og þá meina ég Lilju Rós) njóta sín í sundlaugunum, og gaman að sjá tengdó hitta systur sína í fyrsta skipti á ævinni. Við vorum á frábærum stað, heyrðum ekki íslensku í heila viku, en ég vil alltaf vera sem lengst frá mínum samlöndum þegar ég er í fríi. Ég gat ekki tekið margar myndir úti þar sem vélin mín var nær batteríslaus, en tengdó tók um 7 filmur held ég ;). Ég fæ eitthvað af þeim en þar sem ég nenni ekki að læra á skannann okkar þá munu þær ekki verða til sýnis hér.
En það er best að fara að húsmæðrast aftur, heimilið er ekki hreint um þessar mundir þar sem ég hef ekki gert handtak síðan í byrjun apríl...........alltaf sami dugnaðurinn í mér :)