LOKSINS fórum við og keyptum "alvöru" þvottavél. Ég veit að sumir hefðu ekki haldið upp á mína gömlu svona lengi, hún vatt ekki almennilega (það lak úr þvottinum eftir vindingu) og í síðasta mánuði fór hurðin að taka upp á því að festast og þá nennti ég ekki meiru.
Nú á ég þvottavél sem er með allskonar kerfum en ég hef ekki áður haft, ullarþvott, silkiþvott, handþvott og sparnaðarþvott. Ég get ráðið hraða á vindingu og fleira og fleira. Ég held að Tommi sé nú ekki alveg að skilja þennan fögnuð hjá mér enda er honum bannað að koma nálægt þvottavélum hér ;)
En sem sagt, eftir 14 ára búskap á ég loksins almennalega þvottavél sem tekur meira að segja 6 kg. í stað þeirra 3,5 sem sú gamla tók..........gaman, gaman.