Er ennþá á Austurlandinu, sem mætti nú bjóða upp á betra veður en það ræður víst engin við það. Við erum búin að hafa það ósköp notalegt hérna, lögðum af stað frá Reykjavíkinni 23.júní ásamt Álfheiði systur og hluta af hennar afkvæmum. Gistum þrjár nætur á leiðinni þar af tvær á Akureyri. Fórum í Jólahúsið, röltum í miðbænum og allir (næstum allir) fór í heita pottinn. Hér á Egilsstöðum er kannski ekki búið að bralla margt en börnin hafa skemmt sér vel og það er fyrir mestu, fór reyndar á Humarhátíð á Hornafirði með Álfheiði systur og hennar börnum, hún á svo stóran bíl að þar komast sjö fyrir og bara gaman að vera öll saman í bíl og hlusta á Bullutröll helminginn af leiðinni ;) Einnig heimsóttum við Reyðarfjörð, en það var stutt stopp, keyptur ís, flíspeysa og svo farið.
Annars er það helst í fréttum af okkur að Lilja Rós er með lausa tönn og henni þykir það ekki leiðinlegt, bíður spennt eftir að hún losni, ég verð nú að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að þetta tæki svona langan tíma, hélt að þegar tönn losnaði að þá dytti hún eftir ca 2 daga :S
Við erum búin að gista á Stekkjartröðinni, á Eyjólfsstöðum hjá Álfheiði systur og hjá Elfu systur líka, en nú erum við aftur komin á Stekkjartröðina og erum þar ein því að mamma og pabbi skelltu sér til Vestmannaeyja. Mamma kemur á miðvikudagskvöldið, og á fimmtudaginn keyri ég ALein (hlakka svo til) til borgarinnar til að mæta í brúðkaup á laugardaginn (hlakka svo til), ég flýg svo hingað austur aftur líklega á sunnudeginum og sæki börnin. Vona bara að þau geri ekki út af við ömmu sína þessa þrjá daga.
Ég set svo inn myndir þegar ég er komin heim, LOFA :)