Jæja gott fólk, þá er þorrinn hafinn og ég fer ekki á þorrablót í ár frekar en önnur ár. Af hverju veit ég ekki, því þetta eru yfirleitt skemmtilegar samkomur. Ég fer bara á næsta ári.....segir sú framtakslausa.
Við höfum það bara rólegt hér í 111, frumburðurinn er lasinn og nýtur (já ég held það nú) þess að liggja í rúminu og horfa á dvd. Jóhann og Tommi eru á þessari stundu að útbúa pizzu í kvöldmatinn og ég hangi í tölvunni eins og sannri húsmóður sæmir ;)
Allur undirbúningur fyrir stóra daginn er á lokastigi enda vinn ég eftir forláta Excel-skjali sem útbúið var fyrir óheyrilega mörgum mánuðum. Þar færi ég inn hverja einustu krónu sem greidd er út, allt sem þarf að kaupa og gera. Eins gott að ég gleymi ekki einhverju mikilvægu ;) Haldið að ég hafi lítið að gera fyrst ég hef tíma til að dunda mér við þetta hahaha.
Svo er orðið ótrúlega stutt í ferðina góðu til Tenerife, Tommi greyið tekur að sér fullt af aukaverkefnum til að bæta í ferðasjóðinn, en ég sit heima og hangi í tölvunni eins og góðri húsmóður sæmir hihihi.
Er stoltur Austfirðingur, gift Færeyingi og á tvö yndisleg börn sem sverja sig í báðar ættir (þó aðallega mína auðvitað:))
Saturday, January 24, 2009
Monday, January 19, 2009
"Borg óttans"
Af hverju er það svo í dag að fólk sem býr á landsbyggðinni getur ekki farið til Reykjavíkur, af hverju þarf það oft að nefna höfuðborgina okkar "Borg óttans"? Er fólkið svona hrætt við að fara úr sínu umhverfi? Er Reykjavík svona skelfileg?
Ég bý hér og er búin að gera það síðastliðin 14 ár og ég get ekki með nokkru móti skilið þetta, ég veit að sumir eru að grínast en mér finnst bara ansi margir vera farnir að nota þetta hugtak.
Ef það er svona skelfilegt að koma hingað, verið þá bara heima hjá ykkur hahaha.
Af börnunum er það helst að frétta að það yngra er allt í einu hætt með snuð, bleiu, vill ekki lengur sitja í barnastól, vill ekki nota plastdiska, vill ekki nota smábarnaglös og hermir ALLT eftir stóru systur sinni. Lilja Rós er hress að vanda, hún byrjaði í ballet á laugardaginn og var mjög ánægð í ballerínubúningnum sínum í fyrsta tímanum.
Annars er allt gott að frétta af okkur hjónleysunum, það styttist í stóra daginn og mjög líklega verð ég farin yfirum af stressi þá þannig að þið skemmtið ykkur bara án mín ;)
Ég bý hér og er búin að gera það síðastliðin 14 ár og ég get ekki með nokkru móti skilið þetta, ég veit að sumir eru að grínast en mér finnst bara ansi margir vera farnir að nota þetta hugtak.
Ef það er svona skelfilegt að koma hingað, verið þá bara heima hjá ykkur hahaha.
Af börnunum er það helst að frétta að það yngra er allt í einu hætt með snuð, bleiu, vill ekki lengur sitja í barnastól, vill ekki nota plastdiska, vill ekki nota smábarnaglös og hermir ALLT eftir stóru systur sinni. Lilja Rós er hress að vanda, hún byrjaði í ballet á laugardaginn og var mjög ánægð í ballerínubúningnum sínum í fyrsta tímanum.
Annars er allt gott að frétta af okkur hjónleysunum, það styttist í stóra daginn og mjög líklega verð ég farin yfirum af stressi þá þannig að þið skemmtið ykkur bara án mín ;)
Tuesday, January 06, 2009
Gleðilegt ár
Þá er maður komin heim aftur eftir að hafa dvalið í góðu yfirlæti hjá Álfheiði systur á Eyjólfsstöðum. Börnin skemmtu sér vel, ég fékk góða hjálp við föndur, spiluðum bob(b) og pictionary og fleiri spil og hlógum mikið. Alveg eins og það á að vera.
Allar einkunnir eru komnar í hús, ég náði öllum prófunum en það má alltaf deila um hvort einkunnirnar hafi verið nógu háar :)
Skólinn hefst aftur 15.janúar en ég hef nóg að gera við að hanga í tölvunni, horfa á Bold, drekka kaffi og ýmislegt fleira.
Allar einkunnir eru komnar í hús, ég náði öllum prófunum en það má alltaf deila um hvort einkunnirnar hafi verið nógu háar :)
Skólinn hefst aftur 15.janúar en ég hef nóg að gera við að hanga í tölvunni, horfa á Bold, drekka kaffi og ýmislegt fleira.
Subscribe to:
Posts (Atom)