Tuesday, September 18, 2007

Þá er maður komin heim aftur frá Höfn. Afmælishöldin tókust vel í alla staði og ég tilheyri án efa skemmtilegustu fjölskyldu landsins, alltaf mikið hlegið, sungið og dansað þegar þetta fólk hittist. Afi og amma voru hæstánægð með þetta allt saman og það er það sem skiptir máli og ég vona að það líði ekki of langur tími þangað til við hittumst öll næst.

Svo styttist bara óðum í Köben, vona að það snjói ekki á okkur þar eins og gerði á Höfn.
Allt á fullu í skólanum, og í fyrsta skipti í langan tíma þá bara hef ég ekki nægilega marga klukkutíma í sólarhringnum og ætla hér með að kvarta og kveina yfir því :)

P.S. ég lifði af umræðutíma númer þrjú og þá eru bara níu eða tíu eftir.

3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir góða helgi!

Álfheiður said...

Takk fyrir síðast!

Anonymous said...

Takk fyrir helgina á Höfn mikid var thetta nú gaman... Thad snjóar nú líklega ekkert á thig ì Köben en gaeti rignt svolítid ja ef thar er sama vedur og hér (grenjandi rigning er líklega rétta ordid)

Bid ad heilsa!
Ellen