Wednesday, September 26, 2007

Köben og afmæli

Þá er loksin komið að því, sú gamla stefnir á Köben í fyrramálið. Og fyrir þá sem ekki vita þá á ég afmæli á morgun ;)

Ég er búin að pakka en átti voða erfitt því sökum anna þá náði ég ekki að útbúa Excel skjal sem inniheldur allt sem ég ætla að taka með mér. Ég er nefnilega vön að búa til svoleiðis og demba svo bara öllu ofan í tösku á fimm mínútum. (Ég veit að nú hlær Heiðrún og líklega Magnea líka)

Ungarnir fór til ömmu Sylvíu og afa Þráins fyrr í kvöld og voru hæstánægð með það, enda toppþjónusta hjá ömmur, og mig grunar að afi sé nú ekkert síðri, að minnsta kosti er hann Jóhann minn afskaplega hrifin af afa sínum og kallar oft á hann "afa Dáinn"

Hér fyrir neðan eru fjórar myndir frá Færeyjum, fyrir þá sem hafa áhuga. Reyndar voru teknar á annað þúsund myndir þar og við eigum ennþá eftir að sía út þær sem okkur langar að eiga á pappír.





Hér eru Lilja Rós og Jóhann í heimsókn hjá bróður Sylvíu


Hér er verið að gæða sér á ís í blíðunni á Sandey

Þetta er elsta húsið í Húsavík og jafnframt það sem blasti
við okkur þegar við litum út um eldhúsgluggann

Þarna dvöldum við í rúma viku og þarna leið okkur vel.
Í þessu húsi bjuggu amma og afi Tomma.













11 comments:

Anonymous said...

Ég ætla að vera aðeins tímanlega í því, klukkan hjá mér rétt fyrir tólf en til hamingju með daginn og góða ferð :)

Kv. Hilla

Anonymous said...

Til hamingju den daginn og góda skemmtun í Köben!

Flottar myndir!

//Ellen (úr núna (vonandi) lúsalausu húsi :)

Anonymous said...

Jeijj! Til hamingju með afmælið! Ef þið þurfið á hjálp að halda frá "innfæddum" í Köben þá hringiru bara í mig ;)

Anonymous said...

Til hamingju með daginn, og skemmtu þér vel í Köben. Það er sterkur frændasvipur með Jóhanni og Árna. Kv. Gulla

Ameríkufari segir fréttir said...

Gaman að spjalla í gær. Góða ferð til Köben og síðast en ekki síst, TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!
Kv. Svanfríður og co í Cary.

Anonymous said...

Til hamingju með daginn sæta!
kv. Heiðdís sem var að koma úr bústað með músagangi!

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið :) og skemmtu þér vel í köben :)

Kveðja Daðey

Anonymous said...

Til hamingju með daginn um daginn kæra frænka:-)
Elfa og co voru að fara úr matarboði frá okkur núna áðan og það var mikið hlegið og voða gaman. Vonandi skemmtið ykkur vel í Köben...

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið um helgina elsku vinkona :D
Vonandi var helgin í Köben alveg geggjuð og endurnærandi.
Kv Harpa

Ísak og Ísafold said...

rosalega er gaman að sjá myndir frá Færeyjum, mig langar að sjá fleiri.

Kv. Ragnhildur

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið :) vonandi var helgin í Köben skemmtilega...býst ekki við öðru ;)
vona samt að þú hafir náð að sofa vel þrátt fyrir að hafa ekki gert Excel skjalið...hehehe
Kv
Magnea