Friday, October 26, 2007

Helgi framundan

Jæja ég er komin í betra skap og hætt að tuða :)
Átti góðan dag í dag, fyrir hádegi fór ég og sinni ýmsum erindum og eftir hádegi var brunað í Toyota í Kópavogi að taka viðtal.
Eftir það fór ég með skólavinkonu í búðarráp og kaffisopa. Alltaf gaman að gera ekki neitt.
Kom heim með jólagjafir, jólapappír, myndaramma og ýmislegt fleira sem "vantaði" hingað heim.

Ætla svo snemma að sofa í kvöld, er endalaust að reyna að stoppa pestina sem er stöðugt að banka á þröskuldinn hjá mér.
Á morgun ætla ég svo að fara með börnin á Akranes, við erum að fara í afmæli hjá vini hennar Lilju Rósar og kíkja á fleiri góða vini. Bara gaman.

2 comments:

Anonymous said...

Gledilega helgi og góda skemmtun á Akranesi, vid verdum á lúsarveidum:)

Ameríkufari segir fréttir said...

Eigið góðan dag.