Sunday, October 28, 2007

Hittingur

Ég fór inn á bloggsíðu hjá frænku minni fyrr í kvöld og rak þar augun í síðu sem var tileinkuð hennar árgangi úr grunnskóla. Í framhaldi af því fór ég að hugsa um hversu lítið ég veit um mína grunnskólafélaga (þ.e. frá Egilsstöðum, ég veit ekkert um þá frá Höfn), og hversu gaman væri að heyra frá þeim. Ég útskrifaðist úr grunnskóla vorið 1989 að mig minnir og við hittumst árið 1994 en svo ekki söguna meir.
Næsta vor eru 20 ár síðan við fermdust (Guð minn góður) og svakalega væri nú gaman að hittast í tilefni af því. Ef svo ólíklega vill nú til að einhver af mínum gömlu bekkjarfélögum lesi þetta blogg endilega látið þá heyra í ykkur. (en þar sem ég hef ekki samband við neinn af mínum <40 bekkjarfélögum nema tvö þá les þetta væntanlega enginn :))
Hvernig í veröldinni nær maður sambandi við fólk sem maður veit ekki hvar er??
Ég er nefnilega alveg að verða harðákveðin í því að þeir einstaklingar sem fermdumst í Egilsstaðakirkju og "Fellakirkju" vorið 1988 EIGI að hittast vorið 2008.

4 comments:

Anonymous said...

Ég mæli með að "gúggla" þau hreinlega upp á www.google.is og málið er afgreitt:-)
Kveðja frá ráðagóðu frænku þinni

Álfheiður said...

eða fara á ja.is ... maður finnur líka marga þar.
Svo klikkar þjóðskráin ekki heldur
Fullt af leiðum ...

Anonymous said...

Veit ekki, en alls ekki að gefast upp. Gulla

Anonymous said...

èg fór a svona "hitting" í sumar thar sem vid hittumst 20 ár eftir 9 bekk á Laugum og var thetta alveg ógleymanleg ferd :)

Maeli med thessu.

//Lús-Ellen