Tuesday, June 10, 2008

Fínn dagur





Ég fór í fyrsta skipti í morgun að sigla á kajak, fór út á Hafravatn og skemmti mér ágætlega. Er ekki sú flinkasta að beygja og "sigldi" þar af leiðandi oft í vitlausa átt og endaði oftar en ekki á bátnum hans Tomma :). En eins og einhver sagði "æfingin skapar meistarann".

Mamma er að koma í heimsókn til okkar í fyrramálið og ætlar að dvelja hjá okkur fram yfir helgi, bara gaman að því enda tæp 2 ár (held ég) síðan hún kom til mín síðast. Elfa systir og hennar börn eru líka að koma í bæinn um helgina svo og Álfheiður systir og hennar afkvæmi, og ætla þær systur mínar að gista saman í íbúð í Grafarvoginum að ég held. Þetta þýðir að ég fæ gríðarlega hjálp við að undirbúa afmælin tvö sem verða hér næstu helgi, alltaf gott að þurfa ekki að standa í þessu aleinn þó það sé í raun og veru ekkert mál, bara gaman að hafa félagsskapinn.

6 comments:

Unknown said...

Þú tekur þig ákaflega vel út ... þorðirðu ekki lengra frá landi en þetta???

Álfheiður said...

sorry, fór inn á röngu notendanafni, þetta var frá mér

Védís said...

ó jú, ég var í meira en hálftíma á vatninu þannig að ég fór lengra út, ekki langt samt, kennarinn var svo strangur (þ.e. Tommi) ;)

Ameríkufari segir fréttir said...

Skemmtilegar myndir og þú tekur þig bara vel út.

Anonymous said...

Vá frábaert en thid dugleg :)
Vonandi verdu gaman hjá ykkur systrum um helgina :)
Kvedja frá Sverige:)

Anonymous said...

Bara brött þykir mér, og ert nokkuð siglingarleg. Skilaðu kveðju á allt gengið og njóttu/nýttu þeirra krafta til fulls. Gulla