Sunday, June 08, 2008

Nýtt heimilistæki

LOKSINS fórum við og keyptum "alvöru" þvottavél. Ég veit að sumir hefðu ekki haldið upp á mína gömlu svona lengi, hún vatt ekki almennilega (það lak úr þvottinum eftir vindingu) og í síðasta mánuði fór hurðin að taka upp á því að festast og þá nennti ég ekki meiru.
Nú á ég þvottavél sem er með allskonar kerfum en ég hef ekki áður haft, ullarþvott, silkiþvott, handþvott og sparnaðarþvott. Ég get ráðið hraða á vindingu og fleira og fleira. Ég held að Tommi sé nú ekki alveg að skilja þennan fögnuð hjá mér enda er honum bannað að koma nálægt þvottavélum hér ;)
En sem sagt, eftir 14 ára búskap á ég loksins almennalega þvottavél sem tekur meira að segja 6 kg. í stað þeirra 3,5 sem sú gamla tók..........gaman, gaman.

7 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með nýju þvottavélina:-) Skil að þér líði vel með hana... Sjáumst um næstu helgi:-)

Álfheiður said...

Ég samgleðst af hjarta :o)
Sjáumst á morgun!

Anonymous said...

úfff en huggulegt. ég er með þvottavél sem amma og afi áttu.. og hún er sennilega á sama aldri og þau! Einmitt mjög erfitt að opna hana en hún virkar enn og þar við situr..
En ég á frekar nýjan þurrkara :)

Anonymous said...

Iss... karlmenn skilja bara ekki hvað góð þvottavél er nauðsynleg á hverju heimili.

Til lukku með nýju græjuna :)

Kv Lena

Anonymous said...

Til hamingju med nýja taekid.... :)

Anonymous said...

Og þótt fyrr hefði verið. Til hamingju. Góð kveðja til allra. Gulla

Anonymous said...

Til lukku með nýju þvottarvélina og ég skil þig vel að hleypa ekki Tomma nálægt vélinni, Nonni er vinsamlega beðin um að koma ekki nálægt minni vél. þegar ég fór í stelpu ferðina til Spánar að þá fékk auðvitað þvottarvélarspurningarsímtal frá Nonna á meðan ég sat að snæðingi á dýrindis Kínverskum veitingarstað, enda var ég búin að spá og segja notabene í Leifsstöð að ég ætti eftir að fá þvottarvélasímtalsspurningu.
Kveðju knús, Lilja Björk