Er stoltur Austfirðingur, gift Færeyingi og á tvö yndisleg börn sem sverja sig í báðar ættir (þó aðallega mína auðvitað:))
Saturday, September 27, 2008
Ég á afmæli í dag
Saturday, September 20, 2008
Allt og ekkert....
Dagurinn í dag er búinn að vera ósköp notalegur, Lilja Rós söng ásamt öðrum 5 ára leikskólabörnum og Jóhanni á hátíð sem var í íþróttahúsinu okkar hér í Breiðholtinu. Jóhann átti ekkert að fá að vera með en hann hljóp á eftir systur sinni og ég bara leyfði honum það, og hann söng hástöfum með í íþróttaálfahúsinu eins og hann heldur að það heiti.
Svo var farið heim og ég bakaði skúffuköku og Lilja Rós fékk hana Kristrúnu vinkonu sína af leikskólanum í heimsókn, og Gunna og Jóhanna Guðrún mættu líka í kaffi. Mér finnst alltaf svo gaman að fá gesti, vildi helst hafa fullt hús hér alla daga :)
Álfheiður systir kom hér líka aðeins við í gær og hjálpaði Lilju Rós við að missa fyrstu tönnina, gott að eiga svona góða frænku ;)
Jóhann tilkynnti það svo við kvöldmatarborðið áðan að hann ætlaði að fara í súperman-búninginn sinn (sem eru náttföt) og fljúga fyrir utan eldhúsgluggann og ná í tönnina hennar Lilju Rósar því hún er víst á flugi þar fyrir utan, ekki vissi ég það. Ótrúlegt hvað þessum krökkum dettur í hug.
Svo stendur mér jafnvel til boða að fara til Hafnar 10.október og fara á eitthvert "Bítlashow" þar ásamt frændsystkinum mínum, mikið væri ég nú til í það, og ef einhver hefur nákvæmlega ekkert að gera þá helgina og vill ólmur passa börnin mín (því auðvitað er Tommi á vakt) þá endilega hringja, senda e-mail, kvitta hér, bara það sem ykkur hentar ;) Ég yrði mjög þakklát!!
Friday, September 12, 2008
Jæja

Þessi ágæti maður var að spila á hótelinu okkar í Minneapolis eitt kvöldið ásamt tveimur öðrum. Takið eftir hljóðfærinu sem hann spilar á :)




Þessi héldu á merkilegu plaggi í tilefni dagsins
Annars er ósköp lítið af frétta héðan úr Breiðholtinu, lífið heldur áfram sinn vanagang. Skólinn er byrjaður hjá mér, tennur er ennþá að losna í Lilju Rós (engin dottin ennþá þó), Lilja Rós fékk gat á höfuðið um daginn og var frekar fúl yfir að það var "bara" límt, ekki saumað ;)
Svo fór ég austur á Höfn síðustu helgi með börnin að hitta móðurfjölskylduna mína frábæru, ég tók engar myndir en ef þið viljið sá myndir þá eru nokkrar á blogginu hjá Álfheiði systur (linkur er hér á síðunni).
Fleira er svo á döfinni næstu vikur og mánuði og þið munuð verða upplýst um það þegar nær dregur ;)
Thursday, August 28, 2008
Farin.....
Kem aftur á mánudaginn eldhress eftir svefnlausa nótt og mæti í skattskil...újeee :)
Friday, August 22, 2008
Ég horfði á leikinn í dag, ofandaði, gólaði, öskraði, klappað, hoppaði og tók til á tvöföldum hraða þegar stressið var sem mest ;)
Veit ekki hvernig ég verð þegar ég horfi á úrslitaleikinn, við erum með næturgest......má maður vekja þá svona snemma um helgar??...maður spyr sig!!
Monday, August 18, 2008
Ekki merkilegt en......
Ég er búin í sumarprófum (tók reyndar bara eitt), er á leiðinni til Ameríkunnar góðu í næstu viku og hlakka bara til. Svo er Höfn á næsta leyti að hitta móðurfjölskylduna mína sem er án efa hressasta fólk í heimi, skólinn fer að hefjast í næsta mánuði og ég hlakka bara til.
Meira er svo á döfinni á næstu mánuðum og ég mun upplýsa ykkur um það seinna :)
Tuesday, August 05, 2008
GARG
Monday, July 28, 2008
Veðurblíða





Friday, July 25, 2008
Nú er ég endanlega gengin af göflunum
Ég og minn ekkieiginmaður vorum að bóka helgarferð til útlanda síðustu helgina í ágúst.
Þannig að nú eru tvær utanlandsferðir greiddar, ein í ágúst og ein í mars/apríl.
Held að það sé best að fara að klippa þetta kreditkort í tvennt.
Friday, July 18, 2008
Við fórum á Ítalíu og ég fékk mér hráskinku og melónu í forrétt, túnfisk í aðallrétt og svo Irish coffee í lokin. Allt saman mjög gott.
Á morgun er svo komið að brúðkaupinu sem við höfum bæði beðið eftir síðustu vikur, Tommi verður svaramaður og ég fæ að vera sætavísir í kirkjunni. Alltaf gaman að fá hlutverk ;), ég hlakka samt mest til að borða humarsúpuna og lambakjötið sem verður í boði um kvöldið. Furðulegt að ég sé ekki stærri en ég er, alltaf að borða eitthvað gott :)
Sunday, July 13, 2008
Mætt aftur...
Annars er það helst í fréttum af okkur að Lilja Rós er með lausa tönn og henni þykir það ekki leiðinlegt, bíður spennt eftir að hún losni, ég verð nú að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að þetta tæki svona langan tíma, hélt að þegar tönn losnaði að þá dytti hún eftir ca 2 daga :S
Við erum búin að gista á Stekkjartröðinni, á Eyjólfsstöðum hjá Álfheiði systur og hjá Elfu systur líka, en nú erum við aftur komin á Stekkjartröðina og erum þar ein því að mamma og pabbi skelltu sér til Vestmannaeyja. Mamma kemur á miðvikudagskvöldið, og á fimmtudaginn keyri ég ALein (hlakka svo til) til borgarinnar til að mæta í brúðkaup á laugardaginn (hlakka svo til), ég flýg svo hingað austur aftur líklega á sunnudeginum og sæki börnin. Vona bara að þau geri ekki út af við ömmu sína þessa þrjá daga.
Ég set svo inn myndir þegar ég er komin heim, LOFA :)
Sunday, June 22, 2008
Bara gaman


Friday, June 13, 2008
Tuesday, June 10, 2008
Fínn dagur




Sunday, June 08, 2008
Nýtt heimilistæki
Nú á ég þvottavél sem er með allskonar kerfum en ég hef ekki áður haft, ullarþvott, silkiþvott, handþvott og sparnaðarþvott. Ég get ráðið hraða á vindingu og fleira og fleira. Ég held að Tommi sé nú ekki alveg að skilja þennan fögnuð hjá mér enda er honum bannað að koma nálægt þvottavélum hér ;)
En sem sagt, eftir 14 ára búskap á ég loksins almennalega þvottavél sem tekur meira að segja 6 kg. í stað þeirra 3,5 sem sú gamla tók..........gaman, gaman.
Friday, June 06, 2008
Thursday, June 05, 2008
En að einhverju jákvæðu - get svo svarið það, finn bara ekkert jákvætt, reyni aftur á morgun :)
Friday, May 30, 2008
Nokkrar myndir





Tuesday, May 27, 2008
Hvar er sumarið??
Við Lilja Rós héldum svo til Spánar ásamt tengdó 19.maí og vorum þar í viku (komum heim í gær). Það var yndisleg ferð, gaman að sjá þá stuttu (og þá meina ég Lilju Rós) njóta sín í sundlaugunum, og gaman að sjá tengdó hitta systur sína í fyrsta skipti á ævinni. Við vorum á frábærum stað, heyrðum ekki íslensku í heila viku, en ég vil alltaf vera sem lengst frá mínum samlöndum þegar ég er í fríi. Ég gat ekki tekið margar myndir úti þar sem vélin mín var nær batteríslaus, en tengdó tók um 7 filmur held ég ;). Ég fæ eitthvað af þeim en þar sem ég nenni ekki að læra á skannann okkar þá munu þær ekki verða til sýnis hér.
En það er best að fara að húsmæðrast aftur, heimilið er ekki hreint um þessar mundir þar sem ég hef ekki gert handtak síðan í byrjun apríl...........alltaf sami dugnaðurinn í mér :)
Monday, May 12, 2008
Heitur dagur :)
Kveikti í í dag, en náði að slökkva sjálf.....svaka dugleg ;)
En síðasta prófið á morgun, og svo verð ég mamma aftur