Monday, March 09, 2009

Ég...

- fór í bíó í gær í fyrsta skipti í tæp fjögur ár (fyrir utan eina hundleiðinlega barnamynd)
- fer kannski út að borða með góðum og "gömlum" vinkonum á miðvikudaginn :)
- er að reyna að vera duglegri að drífa mig út (eins og sést hér fyrir ofan), þannig að endilega
hringja ef ykkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug
- tel niður dagana þangað til við förum til Tenerife, í dag eru bara 22 dagar :)
- ætla að vera duglegri að hringja í fólk, enda alveg ómögulegt að "tala" eingöngu við fólk í gegnum
tölvur (eru ekki allir sammála því)
- ætla núna að halda áfram að reyna að skilja tölfræði, en einhvernveginn þá vantar þau gen í mig.

6 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Hvernig var í bíói?
Gangi þér vel að skilja tölfræðina, ég hef fulla trú á þér:)

Álfheiður said...

Hvað sástu?

Anonymous said...

hvernig var bíóferdin?
Er svo alveg sammála thessu med ad tala vid fólk á annan hátt en í gegnum thessar tölvur ;)

Anonymous said...

Hvað sástu í bíó, maður er sko forvitinn.... Vona að þú hafir komist út að borða með gömlu kellunum:-) ha ha
Kv. Heiðrún frænka

Anonymous said...

ég er alveg sammála þér en það er taka tvö með sunnudaginn:) ég er að fara í afmæli á, þannig að það væri fínt ef við mættum mæta snemma :)
Kveðja Daðey

Védís said...

Minnsta málið, hversu snemma ertu að tala um?
Þarf ég að fara á fætur kl.7?