Saturday, August 25, 2007

Lilja Rós tilkynnti mér það í gær að ein "fóstran" (já ég nota þetta orð) á leikskólanum væri krulluð í framan.
Í ljós kom eftir smástund að hún var að meina krumpuð í framan. Henni finnst þessi kona vera krumpuð, eins amma hennar og afi hennar hérna í Reykjavík.
Fleiri virðast ekki vera krullaðir í framan í hennar augum ;)

4 comments:

Álfheiður said...

Dásamlegt!

Anonymous said...

haha þessi var svolítið góður!

Ameríkufari segir fréttir said...

ætli það sé vont að vera krullaður í framan?
Yndislegt.

Anonymous said...

Yndislegt... Ein frænka ykkar var að biðja um ráð, ýmiss ráð í sambandi við vigtun við matseld. " eigum við hálfa teskeið mamma?" Bara gott. Gulla Hestnes