Nú ætti mamma að verða glöð ef hún sæi mig, mín er bara orðin ljóshærð að nýju. Og komst að því þegar ég borgaði nýju klippinguna og sjampóið að ég er komin í "millisíðan" flokk, nógu mikið borgaði ég :)
Skólinn byrjar á mánudaginn og ég bíð enn spennt eftir einkunnum, búin að kaupa nokkur kíló af bókum svo ég er tilbúin í slaginn.
Eftir tvær vikur er svo níræðisafmælið hans afa, og þá brunum við á Höfn í Hornafirði, og það styttist óðum í Kaupmannahöfn. Reyndar langar mig afskaplega mikið að fara til Egilsstaða 8.september í þrítugsafmælið hans Guðbjarts (ég er næstum viss um að hann er bara þrítugur), en það verður bara allt að koma í ljós þegar nær dregur.
2 comments:
Þú veist að þú ert velkomin!
hæ hæ ljóska ;)
Vildi bara kvitta fyrir komuna
Kveðja Daðey
Post a Comment