Friday, August 24, 2007

Védís og raftækin hennar

Ég hef þann einstaka hæfileika að í hvert skipti (mér finnst það amk) sem ég kaupi raftæki þá reynast þau gölluð þegar heim kemur. Að sjálfsögðu átti þetta líka við nýja fína ísskápinn sem ég fékk í hús í sumar. Hann bara kældi ekki, nema eftir að við stilltum frystinn á hæsta og kælinn líka þá fengum við nokkuð kalda mjólk.

Eftir rúman mánuð af þessu þá játaði ég mig sigraða og við hringdum og fengum nýtt eintak. Þar sem Tommi er frekar slæmur í baki þá sagði hann við þá í ónefndri verslun að það yrðu að koma tveir menn með ísskápinn því hann ætlaði ekki að bera þennan hlunk aftur upp á þriðju hæð. Ekkert mál "sagði" verslunin, en það fór nú samt svo að þrisvar sinnum kom einn burðarmaður og alltaf var hann sendur burtu því Tommi sagðist vilja fá tvo menn. Loksins komu tveir ágætisnáungar sem báru ísskápinn upp másandi og blásandi og þann gallaða niður.

Nýja tækið var tekið úr umbúðunum og þá kom í ljós að hann er aðeins beyglaður á annarri hliðinni, og eins og alþjóð veit eru raftæki oft seld útlitsgölluð með örlitlum afslætti þannig að við hringdum í ónefnda verslun og sögðumst ekki vera nógu ánægð með þetta. Það fór svo að við fáum 12.000 krónur endurgreiddar af upprunalegu kaupverði sem var rétt tæpar 65.000 íslenskar krónur.

Er það ekki bara ágætis endir á þessu veseni, það finnst okkur að minnsta kosti.

3 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Jú mér finnst gott að þið fenguð aflsátt af í raun gallaðri vöru. En ég skil þig vel því svona lagað er svo pirrandi. Maður vill vörurnar í lagi ef maður ræðst í kaup.

Álfheiður said...

Til hamingju með gripinn!

Anonymous said...

Já thad er vonandi ad thessi ísskápur reynist betri!!