Þá er enn ein vikan liðin og ég að verða árinu eldri í næstu viku, rosalega líður þetta hratt.
Af okkur er svo sem ekkert nýtt að frétta, frumburðurinn er vinsæll hjá lúsunum þennan mánuðinn en vonandi er þetta orðið gott núna, síðustu lýs sáust í gær.
Ég eyði virkum dögum í kennslustundum eða í lestur á Þjóðarbókhlöðunni; nóg að gera.
Núna um helgina ætla ég mér að taka íbúðina í gegn því að mamma og pabbi ætla að vera hér með börnin næstu helgi og mér finnst ég verða að þrífa allt hátt og lágt áður en þau koma og "búa" hér í nokkra daga.
Nú varð nokkurra mínútna hlé á færslunni (þið tókuð auðvitað ekkert eftir því), því síminn hringdi og í símanum var gömul vinkona frá Egilsstöðum, gaman að því.
4 comments:
Þau eiga áreiðanlega eftir að skemmta sér vel með þeim systkinum.
En mundirðu eftir afmælisdegi ömmu Gróu-hún hefði orðið 85 í dag, 22.sept.
Heyrumst, Svanfríður.
Það fer ekki framhjá manni að það styttist í Köben, ertu búin að finna enn ódýrara hótel fyrir ykkur? Kannski frítt :-)))
Góða ferð og góða skemmtun
Kveðja
Íris
Lús og tiltekt, amma og afi, Köben.... hljómar vel. Kveðja úr 24 metrum. Gulla
Mig dreymdi í nótt að ég væri komin með lús..... hef líklega umgengist þig og Ellen of mikið síðustu vikur.... he he
Hvenær á að skella sér í heimsókn, er Tommi aldrei heima??
Post a Comment