Mikið xxxxxxx fer það í taugarnar á mér þegar fólk er sífellt að segja þessa setningu:
"það er svo mikið að gera hjá mér, ég bara hef ekki tíma", (þá er ég að vitna í fólk í ákveðnum skóla í ákveðnu fagi). Ég myndi halda að það væri álíka mikið að gera hjá flestum, allir eru jú með námið á herðunum og ef ekki eru börn til staðar þá er fólk væntanlega með einhver áhugamál sem það sinnir utan skólatíma.
N.B. --> ALLIR ERU UPPTEKNIR EN ÞAÐ ÞURFA BARA EKKI ALLIR AÐ TUÐA UM ÞAÐ Í SÍFELLU
Jæja þá er það komið frá, jú svo eitt enn, af hverju hægir fólk á sér, gefur stefnuljós og beygir á nánast sömu sekúndu, er ekki betra að gefa fyrst stefnuljósið, hægja svo á sér og beygja að lokum??
En bara til að hafa eitthvað jákvætt með svo þið haldið ekki að ég sé að ganga af göflunum, þá er ég að fara með börnin á Akranes á laugardaginn í afmæli hjá vini hennar Lilju Rósar. Hún hlakkar mikið til og telur niður dagana.
5 comments:
það er aldeilis gleði í gangi ;) Allavega, það er svo BRJÁLAÐ að gera að ég bið bara að heilsa. =)Kv Gunna
Ég segi það sama ... það er svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki tíma til að skrifa meira hér inn :o)
Gedveikt ad gera hér í "lúsarbaelinu" í Sverige líka ;)
ha ha ha ha, hló mikið að commentunum hérna og auðvitað pirringnum í þér. Ef þú bara vissir hvað ég tala mikið við ALLA hina ökuþórana í umferðinni þegar ég er að keyra, Bjössi spyr oft við hvern ég sé eiginlega að tala en Karen er farin að venjast þessu held ég... ha ha ha ótrúlegir hálfvitar þarna úti sem kunna hvorki að gefa stefnuljós né gefa séns.....sete%jj###ejketk
Skemmtið ykkur vel í afmæli á laugardaginn, svo fer alveg að styttast í afmæli hjá okkur, engar afsakanir þá um tímaleysi takk!!!
Knús frá frænku
Brjálað að gera-heyrumst,Svanfríður
Post a Comment