Saturday, November 10, 2007

Tæknin að stríða mér

Sjónvarpið okkar var að bila í dag í annað skiptið á hálfu ári, finnst ykkur það ekki mikil gæði? Tækið er ekki orðið tveggja ára gamalt þannig að það er ennþá í ábyrgð en ef þetta á að vera svona næstu árin þá er alveg eins gott að henda því næst þegar það bilar (s.s. í apríl) og kaupa nýtt. Kannski ágætt að það bilaði í dag því ég er búin að vera dugleg að taka til og þrífa, með útvarpið í gangi.

En það er best að fara að setja í nokkrar tertur svo engin fari svangur héðan á morgun :)

4 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Til hamingju með Jóhann, kysstu hann einn frá okkur, einn fyrir hvern fjölskyldumeðlim:)
Ég var bara að koma heim fyrir stuttu þannig að það er nú ástæðan fyrir því hversu seint ég skrifa.
Hafið það gott, Svanfríður.

Anonymous said...

Jú jú, var að kíkja og til hamingju með piltinn þótt seint sé. Þetta með sjónvarpið...muhmuh,en hafðu bara gufuna á, hún er best. Kveðja í kotið, Gulla og Brói

Anonymous said...

Takk fyrir okkur á sunnudaginn, kökurnar voru algert ÆÐI:-)

Anonymous said...

ég thyrfti líka ad eiga bilad sjónvarp akkúrat núna, sit og glápi á akkúrat ekki neitt en thyrfti ad taka til og gera mat :)