Núna er ég búin að kaupa allar jólagjafir fyrir utan tvær sem verða keyptar á EGS og svo á ég eftir að finna gjafir handa börnunum mínum. Jólakortin eru komin í hús frá Hans Petersen og ég get sagt ykkur að það var lööööng leið fyrir blessuð kortin. Eitthvað af skrauti er komið upp og þrjú dagatöl fyrir börnin, ekki má nú minna vera.
Við Lilja Rós erum búnar að vera svakalega duglegar og föndra yfir 20 jólakort sem hún ætlar að setja í hólfin hjá þeim krökkum sem eru með henni á deild á leikskólanum, þetta er gert að hennar eigin ósk. Búið er að skreyta slatta af piparkökum bæði í Garðabæ og í Reykjavík, það er sko nóg að gera hjá okkur þessa dagana og bara gaman að því.
Ég reyni að læra eins og ég get miðað við aðstæður, það er nú eitthvað afskaplega takmarkað en ég verð víst bara að reyna að gera gott úr þeim tíma sem ég fæ. En ef einhvern langar óskaplega að taka að sér börn í desember þá er bara að taka upp símann og hringja :)
5 comments:
Sama á þessum bæ, það var lööööng leið frá Hans Petersen að fá kortin í hús :-))
Kveðja
Íris
Gerðu bara eins og þú getur með góðu móti, og haltu blessuðum börnunum! Kv. Gulla og Brói
Er ég löglega afsökuð að geta ekki tekið börnin?? En ef öll pössun fer til helvítis þá ertu með númerið mitt:-)
Ég sver það-nýtt blogg á laugardegi og ég kvitta ekki fyrr en 2 dögum seinna-hvað meina ég með þessu eiginlega.
Mér finnst þú dugleg að föndra svona-ég kvíði þeim degi er ég þarf að föndra með mínum strákum því ég bara kann það ekki. Víst-ég kann að teikna Óla Prik en það er víst ekki föndur..ó mig auma.
Har det bra, Svanfríður.
dugleg í jólakortunum, aetladi ad gera mín um helgina en thad var svo margt annad ad gera :)
Post a Comment