- Ég fékk fyrstu einkunnina mína í dag og er þokkalega ánægð með hana.
- Ég tók próf númer tvö í dag og það gekk ágætlega held ég.
- Í morgun "fauk" bíll á minn bíl, (fauk er innan gæsalappa því þetta var svo lítið tjón) alltaf gaman að því þegar maður þarf að fara að standa í þessu tryggingarveseni sem svona fylgir.
Nú eru bara 6 dagar þangað til ég og krakkarnir fljúgum austur og við hlökkum bara til, og bara 5 dagar þangað til ég er komin í jólafrí til 7.janúar.
3 comments:
Gott að hyera með einkunnina að einnig að styttast skuli í jólafrí. Verra er það með bílinn...
Bara sex dagar þar til þið fljúgið á vit ævintýranna ...
Leiðinlegt að heyra með bílinn en þó gott að ekki fór ver.
Gangi þér vel í restinni af prófunum:-)
Post a Comment