Ég er ennþá fyrir austan, á Eyjólfsstöðum nánar tiltekið í góðu yfirlæti.
Hér er góður matur, gott jólaöl, og það sem skiptir mestu máli er að börnin una sér vel.
Tommi kom að kvöldi 22.des og fór aftur að morgni 26.des.
Á gamlárskvöld koma svo Elfa og fjölskylda hingað til okkar og við ætlum öll að borða saman og hafa það gaman.
Ég er orðin enn ákveðnari í því að þegar námið hjá mér er búið þá langar mig að flytja út á land, og vonandi taka allir vel í það í fjölskyldunni, þó ég efist nú reyndar um það ;)
Ég hef ennþá ekki ákveðið hvenær ég fer aftur suður eftir áramótin, og ég finn fyrir örlítilli hræðslu hjá Álfheiði og fjölskyldu um að ég verði hér að eilífu.
Ef ég blogga ekkert fyrir áramótin þá óska ég öllum gleðilegs nýs árs :)
6 comments:
Ég tek undir flutninginn :o) en kannast ekki við hræðsluna sem þú nefnir. Vona samt að þú farir einhvern tíma ... en það er bara til að þú getir komið aftur ...
Ég skil þig mjög vel að vilja flytja út á land....
En Gleðilegt ár og hafðu það gott fyrir austan!
Komdu þá á skagann!!!!!
Hafðu það sem allra, allra best á nýju ári Védís mín.
Sammála síðasta ræðumanni;o)
Heiðrún Hámundar
Gledilegt nýtt ár, kysstu krakkana og karlinn frá okkur og smelltu svo nokkrum á gestgjafana thína gódu!! Já svo náttúrulega á Elfu og co....:)
Gleðilegt ár Védís mín og family.
Heyrumst,Svanfríður
Post a Comment