Lilja Rós var að syngja fyrir mig í gær og svona hljómaði það:
Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt,
í það minnsta kerti og SPIK
Það er ekki nokkur leið að fá hana til að viðurkenna það að það eigi að vera spil.
Svona syngjum við þetta á leikskólanum, var svarið sem ég fékk.
9 comments:
ha ha ha ha, SPIK.... Tær snilld:-) Ykkur veitir ekkert af smá spiki í fjölskyldunni.....
Þetta er náttúrulega bara alveg rétt hjá dömunni!
Það er allavega nóg af kertum og spiki á mínu heimili;o)
Kveðja,
Heiðrún Hámundar
hahaha-hún lætur sig ekki sú stutta:)
þó verð ég að viðurkenna að ég kýs gömlu útgáfuna:)
held med systu ykkur veitir ekkert af thví.... skemmtilegar gjafir hjá ykkur í ár :)
Nokkuð til í þessu hjá stúlkunni. ´Á hvaða leikskóla er hún? hahaha
Nú til dags held ég að það sé meira um spik en spil um jólin nema ef vera skyldi dráttarspil á jeppa. Hins vegar skulum við aðeins hægja á okkur með fegurðina í spikinu... eitthvað fallegt á ekki við um spik að mínu mati...alla vega ekki á mér í það minnsta.
æðisleg...mér datt í hug að einu sinni var Ísak að syngja jólalag á svipuðum aldri og Lilja Rós og hann söng "Skreytum tré með grænum hænum" og harðneitaði líka að leiðrétta textann.
Kv. Ragnhildur
Spik! það var og. Gulla
ha ha ha finnst thetta alveg frábaert bara vard ad kommneta aftur:)
Post a Comment