Friday, January 25, 2008

Góð byrjun á deginum...

Dagurinn byrjaði að sjálfsögðu á því að koma börnunum á leikskólann, Jóhanni var nú ekki vel við haglélið sem þurfti endilega að lemja hann meðan hann var úti, en jafnaði sig nú fljótt.
Þar sem ég þurfti að mæta í tíma kl.08:20 þá dreif ég mig af stað frá leikskólanum um áttaleytið. Ferðin gekk ótrúlega vel miðað við skafrenning, og ég var bara 40 mínútur á leiðinni :)

Ég fann mér ágætis bílastæði sem var þó talsvert frá kennsluhúsinu þannig að ég barðist við rokið en komst að lokum inn í Odda úfin og rjóð í kinnum með þunga tölvutösku á annarri öxlinni og risavaxna bók í fanginu. Ég labbaði talsvert langan gang þar til ég kom að kennslustofunni, (þarna var klukkan um 08:40), þegar ég opna dyrnar inn í hana blasir við mér hálffull stofa af nemendum en enginn kennari. Ég fæ mér sæti en heyri svo fljótlega að kennarinn er staðsettur í Háskólabíói og er að kenna nokkrum þar. Einhver misskilningur á ferðinni þarna ;)

Ég ákvað að rölta í "góða veðrinu" yfir í Háskólabíó. Þessi gönguferð byrjaði svo sem ágætlega, ég rogaðist með farangurinn út úr Odda, framhjá Árnagarði, yfir Suðurgötuna þar sem ég fauk á einn skafl. Þá var ég komin á bílaplanið hjá Háskólabíói og gekk sú ferð með ágætum, en þá gerðist það......þegar ég var næstum komin að Háskólabíói þá þurfti ég fyrir það fyrsta að labba yfir ruðning til að komas upp á gangstétt, ég steig full bjartsýni upp á ruðningin í háhæluðu kuldaskónum mínum (stupid, I know), og bjóst við að sökkva upp að hnjám, en nei,nei, þetta var þá GLERharður ruðningur með svona líka fínu svelli þannig að ég rann á fullri ferð með hendurnar í allar áttir niður á gangstéttina. Náði samt sem betur fer að halda mér á fótunum. Næsta sem ég vissi var að það kom vindhviða og ég bókstaflega FAUK, en sem betur fer greip handrið mig.

Ég stóð í ca 10 sek. upp við handriðið og hugsaði með mér hvað í veröldinni ég ætti nú að gera, en þá kom þessi líka yndislegi samnemandi minn (maður um fimmtugt), rétti mér hendina og sagði, "á ég að hjálpa þér". Ég tók í höndina á honum, leið eins og ég væri fimm ára og hann leiddi mig inn.

Sem betur fer fékk ég far til baka yfir í Odda þegar þessari kennslustund lauk :)

9 comments:

Álfheiður said...

hahahahahaha,
ég sé þig í anda!!!

Ameríkufari segir fréttir said...

hahahaha-í háhæluðum skóm:) frábært. Fást mannbroddar á hælaskó?

Anonymous said...

ha ha ha! þú ert svona pínu Bridget Jones í þér!!!

Anonymous said...

Hæ hæ,

Þetta hefur ekki verið skemmtilegt. það er svona svipuð tilfinng hérna á Hólum þegar maður skautar niður útistigann af þriðju hæð og dettur á rassinn í hverju þrepi þar sem hálkan leynist öll undir þessum snjó sem kom í nótt.
Ég er bara aldrei í bænum til þess að hitta þig og börnin.

Kveðja Lilja, Hólum.

Anonymous said...

Elsku píslin mín.. þú ert dugleg. Gulla Hestnes

Anonymous said...

Er búin að liggja hér í hláturskasti að lesa söguna þína........ gott að þú komst heil á húfi í skólann.
Kveðja
Íris

Anonymous said...

Hahahahaha.
En gott að allt endaði vel samt;)

Anonymous said...

hahaha bara fyndið. Það verður auðvitað að halda look-inu...sama hvernig veður er :-)

Kv. Ragnhildur

Anonymous said...

Var enginn með myndavél á svæðinu??? ha ha ha, djöfull að missa af þessu en ég er samt fegin að þú ert ekki rófubeinsbrotin, lærbrotin eða marin á rassi eftir þessi ósköp!!!