Friday, January 18, 2008

Helgi framundan

Sá sjaldgæfi "hlutur" mun gerast um helgina að ég verð barnlaus í ca sólarhring (ef allt gengur upp). Hvað haldið þið að ég ætli að gera??

11 comments:

Anonymous said...

Mæta í afmæli Jóa auðvitað hehe

Anonymous said...

Ferð í Heiðmörk um leið og þú ert búin að skila krökkunum og labbar í klukkutíma, þar á eftir ferðu svo á Humarhúsið og borðar yfir þig af humri (þetta gerist í hádeginu), þar á eftir brunar þú niður á Reykjavíkurflugvöll og horfir á flugvélarnar í svona klukkutíma og þar sem þú ert svo nálægt háskólanum skýstu inn á Hlöðu og lærir í hálftíma.... Eftir það þá ferðu á Aktu Taktu og kaupir þér kók og prins enda orðin svöng aftur eftir humarátið í hádeginu. Svo skýstu heim til mín, tekur til á mettíma (af því þú ert svo góð við frænku og allt í drasli hjá henni). Eftir þetta ertu náttúrulega orðin svo sveitt að þú ferð í sund (af því ég veit þér þykir það svo gaman) og þegar þú kemur heim (núna er klukkan sko að ganga átta) þá bíður þinn heittelskaði með dýrindis steik með öllu tilheyrandi:-) Þarf ég nokkuð að taka það fram að þú sofnar strax eftir matinn???

Védís said...

Haha, góð Heiðrún. Þarf ég nokkuð að taka það fram að Tommi er á vaktinni eins og alltaf þannig að það er engin von dýrindis steik, en góð hugmynd samt ;)

Ameríkufari segir fréttir said...

ég óska þér bara þess að þú getir gert e-ð sem þér þykir gaman eða e-ð sem þig langar til t.d farið út að borða eða á útsölur. Ekki nota tímann í þrif eða tiltekt.Svo bara kannski kannski ákveður þú að heyra í frænku þinni sem býr í Cary ef þú átt 10 mín aflögu.:)

Védís said...

Engar áhyggjur Svanfríður, ALDREI mun ég eyða frítíma í að taka til, hef bara ekki þessi húsmóðurgen í mér eins og t.d. systur mínar geta vitnað um. (Þær fengu minn skammt)
Ég tek bara til ef ég nauðsynlega þarf ;)

Álfheiður said...

Áttu fleiri systur en okkur Elfu? Ég hef húsmóðurtiltektargenin ekki í mér ... var að spá í fyrst þú talar um systur sem fengu þinn skammt, hvort einhvers staðar leyndist aukasystir ...
En ég giska á að þú ætlir að læra!

Anonymous said...

ég mundi bara sofa eins mikid og ég gaeti....

Védís said...

Álfheiður systir hefur rétt fyrir sér. Ég verð víst að eyða þessum tíma að mestum hluta í lærdóm :)

Egga-la said...

jú jú veit alveg hverra manna þú ert! Tips fyrir þá sem ekki vita hvað þeir eiga að gera barnslausir. Gera nákvæmlega það sem þig langar í og ekkert annað!

Anonymous said...

Ætli hún sofi ennþá??

Anonymous said...

Jæja og hvað var svo gert um helgina??'